föstudagur, 23. júlí 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

júlí, 2010

 

Könnun á útbreiðslu makríls á íslensku hafsvæði stendur nú yfir. Víða hefur orðið vart við makríl það sem af er og virðist vera heldur meira af honum en í fyrra, að sögn leiðangursstjóra um borð í rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni.


 

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 45,6 milljörðum króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2010 samanborið við 35 milljarða á sama tímabili 2009. Aflaverðmæti hefur því aukist um 10,6 milljarða eða 30,2% á milli ára, að því er fram kemur í frétt frá Hagstofu Íslands.


 

Makrílbáturinn Blíða KE hefur gert það gott á handfæraveiðum undanfarnar vikur. Fáeinir smábátar hafa stundað þessar veiðar síðustu tvö til þrjú árin en Blíða KE er aflamarksbátur og veiðir með átta handfærarúllum.


 

Fiskistofa hefur úthlutað til skipa því viðbótaraflamarki í þorski og ýsu sem tilkynnt var um í síðustu viku. Alls fengu 600 skip úthlutað aflamarki allt frá 1 kg upp í 26,6 tonn í þorski og frá 1 kg upp í 22,6 tonn í ýsu, að því er fram kemur á vef Fiskistofu.


 

Írsk stjórnvöld kynntu nýlega áætlun um að skapa 600 ný störf í sjávarútvegi á næstu þremur árum og auka virði sjávarafurða um 50 milljónir punda, eða um 9,5 milljarða ISK.


 

Aflaverðmætið 123 milljarðar ISK árið 2007


 

Skip HB Granda hafa alls veitt rúmlega 15.000 tonn af makríl og síld það sem af er þessu ári. Undanfarin ár hefur makríll aðallega veiðst sem meðafli á síldveiðunum en nú bregður svo við að makríll er um 60% aflans, að því er fram kemur á heimasíðu HB Granda.


 

Færeyingar hafa ákveðið 85 þúsund tonna makrílkvóta á árinu 2010. Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra Færeyja, heldur þannig fast við þá skoðun sína að Færeyingar eigi rétt á því að veiða 15% af heildarkvóta í makríl.


 

Frjálsar rækjuveiðar leiða til lækkunar á afurðaverði og atvinnuöryggi starfsfólks fýkur út í veður og vind, segir Ólafur H. Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf., í samtali við Fiskifréttir sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag er rætt var við hann um þá ákvörðun sjávarútvegsráðherra að gefa úthafsrækjuveiðar frjálsar.


 

Undanfarið hafa fréttir af makrílgöngum borist víða að í kringum landið og hafa landsmenn verið áhugasamir um þessa fiskitegund, sem nú virðist í óvenjumiklu magni við Ísland.


 

Frá og með morgundeginum, 20. júlí, verða strandveiðar bannaðar á svæði B, frá Strandabyggð til Grýtubakkahrepps, og á svæði C, frá Þingeyjarsveit til Djúpavogshrepps.


 

Tilkoma nýrrar vörulínu frá íslenska fiskframleiðandanum Icelandic Group hefur stóraukið sölu fiskrétta hjá Tesco, stærstu smásölukeðju Bretlands. Nýju fiskréttirnir komu á markað í janúar síðastliðnum undir nafninu „The Saucy Fish Co“ og hafa umbúðirnar og nýstárlegar bragðtegundir slegið í gegn hjá breskum neytendum.


 

Hrefnuveiðar við Ísland hafa gengið vel í sumar og hafa tæplega 50 dýr verið skotin það sem af er vertíðinni. Hrefnuveiðibáturinn Hrafnreyður KÓ, sem Hrefnuveiðimenn ehf. gera út, hefur verið afkastamestur og hafði hann veitt 35 dýr þegar síðast fréttist. Þá hafa tveir aðrir bátar á vegum fyrirtækisins veitt hvor sína hrefnuna.


 

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að gefa úthafsrækjuveiðar frjálsar á komandi fiskveiðiári. Forsendan er sú að ekki hafi verið veitt upp í útgefið aflamark á neinu fiskveiðiári frá fiskveiðiárinu 2000/01.


 

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra hefur fylgt skuli aflareglu í þorski og leyfðar veiðar á 160 þúsund tonnum á næsta fiskveiðiári. Það er 10 þús. tonna aflaaukning frá yfirstandandi fiskveiðiári.


 

Flestir stærstu línubátarnir í flotanum hafa verið á blálönguveiðum í sumar og aflað vel, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum. Blálangan, sem er utan kvóta, var kærkomin búbót þegar kvótabundnu tegundirnar voru uppveiddar í vor og stuðlaði að því að unnt var að lengja úthald bátanna umtalsvert.


 

Fullri vinnslu hefur verið haldið uppi í fiskiðjuverum HB Granda í Reykjavík og á Akranesi nú í sumar. Að sögn Þrastar Reynissonar, vinnslustjóra landvinnslunnar, verður ekkert hlé gert á vinnslunni að þessu sinni vegna sumarleyfa. Í stað fastráðinna starfsmanna, sem fara í sumarleyfi, hafa tæplega 80 unglingar staðið vaktina í sumar og reiknað er með því að ráða þurfi fleiri á næstunni.


 

Skonnortan Hildur, nýjasti bátur Norðursiglingar á Húsavík, mun sigla til heimahafnar á Húsavík á morgun, föstudaginn 16. júlí, eftir gagngerar breytingar í C.J. Skibs- og Bådebyggeri í Egernsund í Danmörku.


 

Sjávarútvegsráðuneytið hefur breytt áður útgefinni makrílreglugerð þannig að bátum sem hafa leyfi til strandveiða verður heimilt að stunda makrílveiðar á handfæri og línu.


 

Þrír frystitogarar eru komnir á makrílveiðar og voru í gær í Jökuldýpinu vestur af landinu. Þetta eru Venus HF, Þerney RE og Gnúpur GK. Veiðarnar ganga vel en lítil frystigeta togaranna stendur vinnslunni fyrir þrifum.


 

Litlar vísbendingar eru enn um að sýkingin í íslenska sumargotssíldarstofninum sé í rénum. Þetta kom fram í  nýafstöðnum rannsóknarleiðangri Bjarna Sæmundssonar á hrygningarslóðir síldarinnar.


 

Faxi RE er nú á leið til Vopnafjarðar með tæplega 400 tonna afla. Uppistaða aflans er makríll sem fékkst á veiðisvæðinu í nágrenni Rósagarðsins í gær og nótt en þangað er um 130 sjómílna sigling frá Vopnafirði, að því er fram kemur á heimasíðu HB Granda.


 

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið gaf í gær út auglýsingar um stöðvun strandveiða frá og með deginum í dag, 13. júlí, á svæði A frá Eyja og Miklaholtshreppi til Súðavíkurhrepps og svæði D frá Hornafirði til Borgarbyggðar. Forsendan fyrir stöðvuninni er sú að kvótinn fyrir júlímánuð sé uppurinn á þessum svæðum samkvæmt áætlun Fiskistofu.


 

Fyrstu sex mánuði ársins 2010 voru seld 54.000 tonn af fiski á íslensku fiskmörkuðunum samanborið við 60.200 tonn á sama tíma í fyrra. Samdrátturinn nam 9% milli ára. Eigi að síður jókst söluverðmætið úr 10,9 milljörðum króna í 14,9 milljarða eða um rúmlega þriðjung.


 

Fiskveiðar í ríkjum Evrópusambandsins ná aðeins að anna helmingnum af þörfinni fyrir neyslufisk innan sambandsins. Álíka mikið af fiski og veiðist innan lögsagna ESB-ríkjanna er flutt inn frá löndum utan sambandsins.


 

Fulltrúar Landssambands smábátaeigenda (LS) áttu fund fyrir helgina með Jóni Bjarnasyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem sambandið setti fram hugmyndir sínar um heildarafla á næsta fiskveiðiári.


 

Það eru fleiri en Íslendingar sem eru sólgnir í kjötið af hrefnunum sem veiðast hér við land. Úlfar Eysteinsson matreiðslumaður segir það færast í vöxt að útlendingar komi til sín á veitingastaðinn Þrjá Frakka til að prófa hrefnukjöt.


 

Að loknum veiðum 7. júlí hafði helmingur veiðiheimilda mánaðarins verið nýttur á svæði A (Arnarstapi - Vestfirðir) og D (Hornafjörður - Snæfellsnes).  Fjórðungur var hins vegar búinn á svæði B (Horn - Eyjafjörður) og C (Grenivík - Djúpivogur).


 

Fyrir Alþingi liggur nú stjórnarfrumvarp um sameiningu þriggja slysarannsóknanefnda í eina sem fengi nafnið Rannsóknanefnd samgönguslysa.


 

Heildarbotnfiskafli færeyskra skipa í íslenskri lögsögu fyrstu fimm mánuðum ársins var 1.425 tonn samanborið við 979 tonn á sama tíma í fyrra. Aukningin er ríflega 45%. Þorskaflinn er kominn í 316 tonn miðað við 244 tonn á sama tíma í fyrra en veiðiheimild færeyskra skipa á yfirstandandi ári eru 1.200 tonn.


 

Rúmlega þriðjungur humarkvótans á yfirstandandi fiskveiðiári er óveiddur og kann svo að fara að hluti kvótans brenni inni vegna skertra geymsluréttinda við næstu kvótaáramót.


 

Færeyski sjávarútvegsráðherrann hefur gefið út 14.000 tonna makrílkvóta í færeyskri lögsögu með þeim orðum að endanlegur kvóti verði ákveðinn síðar, að því er fram kemur á vef færeysku fiskistofunnar.


 

Fiskistofan í Noregi hefur í samstarfi við efnahagsbrotadeild ríkislögreglunnar og mörg lögregluumdæmi gripið til umfangsmikilla aðgerða gegn ólöglegum veiðum á humri við stendur landsins.


 

Kleifaberg, frystitogari Brims hf., er á leiðinni heim úr Barentshafi eftir velheppnaðan túr. Að sögn eins skipverjans nam aflinn um 1.000 tonnum upp úr sjó, þar af voru um 700 tonn unnin í roðlaus og beinlaus flök. Taldi hann í samtali við Fiskifréttir nokkuð víst að aldrei áður hefði svo mikill afli farið í slíka vinnslu í íslenskum togara í einum túr.


 

Hákarlaveiðar í vetur og vor hafa litlu skilað þeim fáu sjómönnum sem lagt hafa hákarlalínu í sjó. Stefán Guðjónsson á Eskifirði, sem stundað hefur þessar veiðar í áraraðir, fékk aðeins tvo hákarla í allan vetur og komu þeir báðir í síðustu vitjuninni.


 

Veiði á humri er mun lélegri nú en á sama tíma í fyrra. Skipstjórinn á humarbátnum Friðriki Sigurðssyni ÁR frá Þorlákshöfn segir í nýjustu Fiskifréttum að aflinn hafi verið mest 200 kíló í hali en líka farið niður í 15 kíló.


 

Í nýliðnum júní voru seld alls 2.408 tonn af þorski á fiskmörkuðunum.  Langmest var þorskur frá handfærabátum, 1.371 tonn eða 57% af heildarmagninu. Meðalverð aflans var mjög gott eða 327 kr/kg sem skilaði um 450 milljónum í aflaverðmæti.


 

Rækjuveiðar úti fyrir Norðurlandi hafa gengið vel það sem af er ári og hefur rækjuvinnsla Ramma á Siglufirði tekið hátt í 1700 tonn af rækju til vinnslu frá áramótum.


 

Rekstur Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum skilaði 5,6 milljóna evra hagnaði, jafnvirði um 900 milljóna króna, á árinu 2009. Skuldir VSV nema 61 milljón evra og hefur fyrirtækið ekki skuldað minna í evrum frá árinu 2003. Tekjur fyrirtækisins voru 20 milljónum evra meiri árið 2009 en 2003.


 

Matís gegnir forystuhlutverki  í tveimur nýjum og umfangsmiklum fjölþjóðaverkefnum sem Evrópusambandið hefur ákveðið að styrkja til þriggja ára, EcoFishMan og AMYLOMICS. Styrkir ESB hljóða upp á alls 5,5 milljónir evra, jafnvirði um 860 milljóna króna. Þar af er hlutur Matís alls 950.000 evrur til beggja verkefna, jafnvirði um 150 milljóna króna.


 

Hrefnuveiðibáturinn Hrafnreyður KÓ kom inn með þrjú dýr í morgun og landaði við Kópavogshöfn. Dýrin voru allt tarfar um átta metrar að lengd. Kjötið er komið í kjötvinnslu Hrefnuveiðimanna ehf. og verður dreift í verslanir og veitingahús fyrir helgi.  


 

 Makrílvertíðin er komin í fullan gang og eru skipin að veiðum ýmist úti fyrir Suðausturlandi eða fyrir sunnan og suðvestan land. Vinnslan á sjó og í landi gengur vel.
SKIPASKRÁ /