sunnudagur, 19. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

ágúst, 2010

 

Mikil leit að neyðarsendi stóð yfir hjá Landhelgisgæslunni og samstarfsaðilum frá sunnudegi og fram á mánudag eftir að neyðarskeyti hófu að berast frá neyðarsendi sem ekki var lengur í notkun. Við eftirgrennslan kom í ljós að honum hafði verið skilað inn til þjónustuaðila sem ekki fór með hann strax til förgunar.


 

Þann 27. ágúst síðastliðinn rann út frestur til að skila umsóknum um embætti fiskistofustjóra en staðan var auglýst laus eftir að Árni Múli Jónasson, sem staðið hefur stutt við í embættinu, var ráðinn bæjarstjóri Akraness.


 

Verð á íslenskum sjávarafurðum (meðaltal allra afurðaflokka) mælt í erlendri mynt hækkaði um 1,5% í júlí síðastliðnum. Þetta byggir á útreikningi IFS greiningar miðað við tölur um framleiðsluverð í júlí sem Hagstofan birti fyrir helgi.


 

Færeyski sjávarútvegsráðherrann, Jacob Vestergaard, segir í grein sem hann ritar í færeysk blöð að honum þyki miður að hafa ekki getað aukið makrílkvóta Færeyinga upp í 150.000 tonn á þessu ári eins og hann hafi ráðgert ef ekki næðust samningar milli strandríkjanna um skiptingu heildarkvótans.


 

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam rúmum 57 milljörðum króna á fyrstu fimm mánuðum ársins 2010 samanborið við 43 milljarð á sama tímabili 2009. Aflaverðmæti hefur því aukist um tæpa 14 milljarða eða rúmlega 32% á milli ára, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands.


 

Sex útgerðir á Hjaltlandseyjum eiga það yfir höfði sér að þurfa að greiða himinháar sektir og sæta auk þess eignaupptöku að verðmæti margra milljóna punda vegna ólöglegrar löndunar á síld og makríl að verðmæti 15 milljónir GBP, eða sem nemur 2,8 milljörðum ISK.


 

Mun meiri áhersla hefur verið lögð á að landa makríl til manneldis í sumar en í fyrrasumar. Fiskistofa fylgist með skiptingu aflans eftir vinnsluaðferðum. Af liðlega 83 þúsund tonna afla, sem flokkaður hafði verið í síðustu viku eftir ráðstöfun, höfðu 53% farið í manneldisvinnslu en 47% í mjöl- og lýsisvinnslu.


 

Fjöldi fiskeldisbænda á Mekong-svæðinu í Víetnam er nærri gjaldþrota þrátt fyrir vaxandi útflutning vegna þess að þeir selja eldisfiskinn pangasius undir kostnaðarverði.


 

Frystitogarinn Brimnes RE skilaði mestu aflaverðmæti botnfisktogara á árinu 2009 eða 1.735 milljónum króna (fob). Sólbakur EA var eini ísfisktogarinn sem komst yfir milljarðinn en aflaverðmæti hans nam tæpum 1,1 milljarði. Bæði þessi skip eru í eigu Brims hf.


 

Veiðar á beitukóngi eru að hefjast á ný eftir nokkuð langt hlé að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum. Ásgeir Valdimarsson, útgerðarmaður Garps SH, segir að beitukóngsgildrur hafi verið lagðar nú í vikunni.


 

Þrjú uppsjávarveiðiskip fiskuðu fyrir tvo milljarða eða meira hvert um sig á árinu 2009. Heildaraflaverðmæti uppsjávarflotans var nánast hið sama og árið á undan þrátt fyrir 20% samdrátt í afla.


 

Færeyska skipið Jupiter sem komst í heimsfréttirnar á dögunum þegar það lenti í hremmingum í Skotlandi vegna makrílstríðsins er eitt þeirra færeysku skipa sem landar gjarnan afla sínum á Fáskrúðsfirði. Jupiter landaði einmitt makríl á Fáskrúðsfirði í næsta túr á undan ævintýrinu í Skotlandi og fékk að sjálfsögðu blíðari móttökur.


 

Smábátaeigendur keyptu kvóta fyrir á fjórða tug milljarða króna á tveimur fiskveiðiárum, á árunum 2005-2007, að mati Arnar Pálssonar, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Þetta kemur fram í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.


 

Norðmenn og ESB ofveiða makríl í tvöfalt meira mæli en Færeyingar á þessu ári. Þar af leiðandi sætta Færeyingar sig ekki við að vera úthrópaðir sem skúrkarnir í þessum veiðiskap.


 

Samtök fiskframleiðenda í Perú (SNP) spá því að útflutningur á fiskmjöli frá Perú muni aukast á þessu ári en hann nam rúmum 1.400 milljónum USD (170 milljörðum ISK) árið 2009.


 

Sjávarútvegsráðherra Færeyja, Jörgen Niclasen, hefur sent skoskum stjórnvöldum harðorð mótmæli vegna þess að skoskir sjómenn komu í veg fyrir það í síðustu viku að færeyski togarinn Jupiter gæti landað 1.150 tonna makrílfarmi í Peterhead í Skotlandi.


 

Ljóst virðist að norsk-íslenska síldin er nú í auknum mæli að ganga úr íslenskri lögsögu norðaustur í Síldarsmuguna og lengst hafa skipin orðið að sækja aflann um 270 sjómílur ANA af Vopnafirði. Aðstæður á miðunum hafa verið frekar erfiðar síðustu dagana, kaldaskítur og töluverður tími hefur farið í að leita að síld í veiðanlegu magni. Makríll veiðist sem meðafli og hefur hlutfall hans í aflanum verið um 20% að jafnaði frá því eftir verslunarmannahelgina.


 

Með því að borða meira af feitum fiski, svo sem sardínum og laxi að ekki sé talað um lýsi, geta strákar á táningsaldri dregið úr hættunni að þjást af depurð og þunglyndi, að því er fram kemur í nýlegum rannsóknum í Japan. Feiti fiskurinn virðist þó ekki hafa sömu áhrif á táningsstúlkur.


 

Vottunarfyrirtækið Marine Stewardship Council (MSC) hefur hótað að draga umhverfisvottun sína á makrílveiðum til baka ef ekki næst samkomulag um nýtingu makrílstofnsins fyrir lok næsta árs.


 

Framleiðsla Norðurskeljar í Hrísey mun að öllum líkindum fimmfaldast frá því sem var á síðasta ári og verður um 150 tonn í ár, að því er fram kemur í viðtali við Víði Björnsson, framkvæmdastjóra Norðurskeljar, í nýjustu Fiskifréttum.  


 

Nýlega var risastór túnfiskur boðinn til sölu á Tsukiji fiskmarkaðinum í Tókío í Japan. Hann vó 445 kíló óslægður og reyndist vera þyngsti túnfiskurinn sem þar hefur verið seldur síðustu 25 árin.


 

Þorskur sem Færeyingar veiða á Færeyjahrygg telst til íslenska þorskstofnsins. Veiðin þar fer minnkandi en undanfarin áratug hefur ,,íslenski þorskurinn" numið frá 1,6% upp í rúm 42% af öllum þorskafla Færeyinga á færeyska landgrunninu, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.


 

Færeyski togarinn Jupiter tapaði jafnvirði 100 milljóna íslenskra króna vegna aðgerða skoskra sjómanna í Peterhead síðastliðinn miðvikudag, en þeir komu í veg fyrir löndun úr skipinu vegna makríldeilunnar við Færeyinga.


 

Um 8% af leyfilegum heildarafla í þorski á næsta fiskveiðiári koma ekki til skipta samkvæmt aflahlutdeild. Verður þeim ráðstafað með sérúthlutun. Munar þar mestu um 4.800 tonn af þorski sem tekin hafa verið frá til strandveiða. Í heild verður um 19 þúsund tonnum af botnfiski ráðstafað í sérúthlutun, svo sem í byggðakvóta, línuívilnun, strandveiðar og bætur til skel- og rækjuveiðimanna.


 

Sjávarútvegsráðherra hefur með nýrri reglugerð heimilað að 15% af aflamarki ýsu og humars verði flutt frá fiskveiðiárinu 2009/2010 yfir á fiskveiðiárið 2010/2011.


 

Fjarðalax ehf. stefnir að stórfelldu laxeldi í Tálknafirði, Patreksfirði og Arnarfirði. Sem stendur hefur Fjarðalax leyfi til að ala 3000 tonn af laxi í Patreksfirði og Tálknafirði og 600 tonn í Arnarfirði, en félagið hefur einnig sótt um 3000 tonna leyfi þar. Ef vel gengur er stefnt að víðtækara eldi, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.


 

Kjarasamningur vegna starfa vélstjóra á skipum Hafrannsóknarstofnunar rann út þann 31. mars 2009. Á vef Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir að í samningaviðræðum hafi viðsemjendur félagsins ekki verið til viðræðu um leiðréttingu á mjög lágum grunnlaunum vélstjóra á skipum stofnunarinnar.


 

Norska útgerðarfélagið Ervik Havfiske hefur skrifað undir samning við tyrknesku skipasmíðastöðina Tersan um smíði á stærsta línubáti í heimi, að því er fram kemur á vef samtaka norskra útvegsmanna.


 

Talið er að svikarar, sem þykjast vera fiskimenn, hafi nælt sér í  þúsundir dollara frá olíufélaginu BP í bætur vegna olíuslyssins í Mexíkóflóa.


 

Fjallað er í opnugrein í nýjasta hefti tímaritsins Fishing News International um þá umdeildu ákvörðun sjávarútvegsráðherra að takmarka dragnótaveiðar án þess að nokkur vísindaleg rök liggi þar að baki, að því er fram kemur á vef LÍÚ. Yfirskrift greinarinnar má lauslega þýða: „Reglugerð sem byggir á pólitík en ekki vísindum bitnar á dragnótabátum" (e. Politics wins over science as seine netters fall foul of policy).


 

Japanska risafyrirtækið Nomura Securities Co vinnur að stofnun sjóðs sem fjárfestir einöngu í útgerð og fyrirtækjum tengdum sjávarútvegi. Ráðgert er að safna um 1,6 milljörðum USD í sjóðinn sem eru litlir 190 milljarðar íslenskra króna. Frá þessu er greint á fréttavefnum fis.com og jafnframt tekið fram að þetta megi teljast sjávarútvegsfrétt ársins.


 

Rannsóknir sem fara fram á vegum Genís ehf. benda til þess að kítinefni sem unnin eru úr rækju séu græðandi og bólgueyðandi, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.


 

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum júlímánuði, metinn á föstu verði, var 13,2% minni en í júlí 2009. Það sem af er árinu hefur aflinn dregist saman um 13% miðað við sama tímabil 2009, sé hann metinn á föstu verði, að því er fram kemur í frétt frá Hagstofunni.


 

Steindór Sigurgeirsson, aðaleigandi útgerðarfélagsins Storms Seafood ehf. sem styrr hefur staðið um undanfarna daga vegna erlendrar eignaraðildar, hefur búið í Hong Kong undanfarin ár. Eignarhaldsfélag sem hann er framkvæmdastjóri hjá, Nautilus Holdings, á og rekur meðal annars eitt stærsta sandhverfueldi í Kína. Hann segir að 43% eignarhlutur erlendra aðila í Stormi Seafood sé fullkomlega löglegur og ætti ekki að koma ráðamönnum á óvart.


 

Þorskeldi í Noregi gengur nú í gengum miklar þrengingar. Talið er að æ fleiri þorskeldisstöðvar þurfi að leggja upp laupana í Noregi. Líffræðilegar breytingar í sjónum, samkeppni við villtan fisk og fisk frá Asíu leiðir til milljónataps í greininni, að því er fram kemur í frétt í norska sjónvarpinu.


 

Sandsílavertíðinni er nú að ljúka við Danmörk og danskir fjölmiðlar hafa metið þau verðmæti sem sandsílið hefur skilað. Alls hafa dönsk skip veitt um 290 þúsund tonn af sandsíli á árinu 2010.


 

Vöxtur í útflutningi sjávarafurða frá Noregi virðist óstöðvandi. Útflutningurinn í júlí nam 3,8 milljörðum NOK sem er met, eða um 75 milljörðum ISK. Hér er um 15% aukningu að ræða í verðmætum talið miðað við sama mánuð í fyrra. Útflutningur á norskum laxi nam 2,7 milljörðum NOK (53 milljarðar ISK) í júlí og  jókst um 26%.


 

Rússneskir landamæraverðir, sem voru á æfingu í Barentshafi fyrir nokkrum vikum síðan, komust á snoður um afar sérstæðan veiðiþjófnað.


 

Kynbætur Stofnfisks hf. á eldisþorski lofa góðu. Talið er að tvöfalda megi vaxtarhraða þorsksins á fjórum eða fimm kynslóðum. Þriðja kynslóð kynbættra þorskseiða er væntanleg í eldi árið 2012.


 

Sjávarútvegsráðherra hefur sent frá sér fréttatilkynningu til að ítreka sjónarmið Íslendinga í makríldeilunni vegna kröfu hagsmunaaðila innan ESB og í Noregi um að bann verði sett á innflutning sjávarafurða frá Íslandi.


 

Stærsta skip íslenska fiskiskipaflotans Kristina EA 410 kom til hafnar á Akureyri í morgun eftir vikulanga siglingu frá Las Palmas. Skipið mun á næstu dögum halda til síldar- og makrílveiða hér við land, að því er fram kemur á heimasíðu Samherja.


 

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að krafa um innflutningsbann á íslenskar sjávarafurðir til ESB-landa vegna makrílveiða okkar væri fráleit, að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.


 

Tekur tæpan helmingshlut í NRL


 

Skuttogarinn Atlantic Star er nýkominn úr veiðiferð frá Flæmingjagrunni og veiddi þar í einni veiðiferð allan þorskkvóta Norðmanna á svæðinu sem er 510 tonn.


 

Alvarlegur súrefnisskortur hrjáir nú fiskimið við Fjón í Danmörku. Á einum stað í suðurhluta Litlabeltis er súrefnið að stærstum hluta uppurið. Í eyjahafinu suður af Fjóni er súrefnisinnihaldið svo lágt að fiskar hafa flúið svæðið.


 

Smugusamningurinn framlengist um 4 ár


 

Í makrílleiðangri sem nú stendur yfir á Árna Friðrikssyni rákust leiðangursmenn tvisvar á túnfiskvöður sem er óvenjuleg sjón á Íslandsmiðum. Frá þessu er greint í nýjustu Fiskifréttum.
SKIPASKRÁ /