föstudagur, 23. júlí 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

september, 2010

 

Samkvæmt nýrri veiðiráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) minnkar kvóti Íslendinga í norsk-íslenskri síld um 72.000 tonn milli ára og í kolmunna um 81 þúsund tonn samkvæmt aflareglu sem gildir um nýtingu þessara stofna. Ljóst er að hér er um mikla tekjuskerðingu að ræða.


 

Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) leggur til að kolmunnakvótinn í NA-Atlantshafi á næsta ári verði skorinn niður um 90% og kvóti norsk-íslenskrar síldar um þriðjung.


 

“Við eigum að veiða þennan fisk af fullum krafti”


 

 Úthafsrækjustofninn við Ísland mælist enn lítill og nýliðunin sú næstlélegasta frá upphafi. Hafrannsóknastofnun leggur til 7.000 tonna hámarksafla á nýbyrjuðu fiskveiðiári sem er jafnhátt útgefnum kvóta á liðnu kvótaári.


 

Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um sérstaka ráðstöfun aflaheimilda í skötusel á fiskveiðiárinu 2010/2011. Úthluta skal allt að 400 tonnum af skötusel á fiskveiðiárinu sem boðin eru til leigu en ekki skipt samkvæmt aflahlutdeild.


 

Nokkur norsk síldveiðiskip komu til veiða í íslensku lögsögunni í síðustu viku sem er óvenjulegt því nær undantekningarlaust halda Norðmennirnir sig nær heimamiðum við veiðar á norsk-íslensku síldinni. Það sem freistaði þeirra núna var stóra Íslandssíldin sem þeir kalla svo.


 

Verð á íslenskum sjávarafurðum (meðaltal allra afurðaflokka) mælt í erlendri mynt lækkaði um 0,9% í ágúst síðastliðnum. Þetta byggir á útreikningi IFS greiningar m.v. tölur um framleiðsluverð í ágúst sem Hagstofan birti í morgun.


 

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam tæpum 68 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2010 samanborið við rúma 54 milljarða á sama tímabili 2009. Aflaverðmæti hefur því aukist um rúma 13 milljarða eða 25% á milli ára.


 

Írar seldu um 345 tonn af sjávarafurðum fyrir um 730 milljónir EUR á árinu 2008 (112 milljarðar ISK), samkvæmt nýjum hagtölum. Hér er bæði um að ræða útfluttar sjávarafurðir og sala á heimamarkaði. Landanir írskra skipa erlendis eru ekki inni í þessum tölum.


 

Varla nokkru sinni hefur verið jafnmikið af þorski og ýsu í Barentshafi og nú. Nýliðun í þorsk- og ýsustofnunum í ár er einnig vel yfir meðallagi, að því er fram kemur í bráðabirgðaniðurstöðum úr vistfræðileiðangri norsku hafrannsóknastofnunarinnar.


 

Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva skorar á ríkisstjórnina að hefja nú þegar vinnu við að útfæra nánar tillögur Endurskoðunar- og sáttanefndar um samningaleið í sjávarútvegi sem felur í sér samninga við sjávarútvegsfyrirtæki um langtíma nýtingu aflaheimilda og endurúthlutun. 


 

Skosk og írsk fiskiskip veiddu tæplega 200 þúsund tonn af makríl og síld umfram kvóta á árunum 2001-2005. Þetta kemur fram ífylgigögnum með reglugerðEvrópusambandsins frá 2007. Reglugerðin tekur til skerðingar á kvóta breskra og írskra fiskiskipa á árunum 2007-2012 til að mæta ofveiðinni á fyrrgreindu tímabili, að því er fram kemur á vef LÍÚ.


 

Veiðar og vinnsla á makríl hafa hleypt miklu lífi í færeyskan sjávarútveg. Til að vinna sem mest af makrílkvótanum til manneldis notuðu Færeyingar tvö stór móðurskip sem fljótandi verksmiðjur.


 

Stórmarkaðskeðjur í hinum vestræna heimi vilja teygja sig langt til þess að öðlast bætta ímynd í hugum viðkvæmra viðskiptavina. Þannig hefur Tesco, stærsta verslunarkeðja Bretlands, kynnt nýtt átak sem miðar að því að tryggja að eldisfiskurinn pangasíus frá Víetnam, sem á vaxandi vinsældum að fagna í Bretlandi, sé drepinn á eins mannúðlegan hátt og hugsast getur.


 

Ekki eingöngu byggt á áliti sáttanefndarinnar


 

Íslenskir saltfiskframleiðendur vísa því á bug að notkun á fosfati við saltfiskverkun sé á nokkurn hátt skaðleg eða óæskileg eins og ýjað hefur verið að í fjölmiðlum síðustu daga, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.


 

Á Tálknafirði eru nú að hefjast veiðar og vinnsla á sæbjúgum. Keyptur hefur verið bátur til veiðanna og verið er að koma búnaði fyrir til vinnslunnar, að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.


 

Talið er að tvöfalda megi framleiðsluverðmæti í fiskeldi á Íslandi á næstu fimm árum eða svo. Því er spáð að verðmæti í fiskeldi nái um 10 milljörðum króna á árunum 2015 til 2017, að því er fram kemur í Fiskfréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag. 


 

Íslensk skip höfðu nú um miðja vikuna tilkynnt um 118 þúsund tonna veiði á makríl sem er rétt um 90% af 130 þúsund tonna heildaraflamarki Íslands í makríl.


 

Ný rannsókn norsku rannsóknastofnunarinnar Nofima hefur leitt í ljós að af 56 vörum, sem innihalda omega-3 fitusýrur og boðnar eru til sölu í verslunum í Noregi sem heilsuvörur, reyndust aðeins fjórar uppfylla alþjóðlega gæðastaðla um fisklýsi.


 

Hörð deila virðist vera í uppsiglingu milli Víetnams og Bandaríkjanna  – að þessu sinni út af fiski. Bandarísk stjórnvöld hafa hótað að beita lögum gegn því sem þau segja vera undirboð á víetnömskum sjávarafurðum í Bandaríkjunum.


 

Í Chile er nú unnið að rannsóknum á því hvort unnt sé að hefja framleiðslu á lífrænu eldsneyti eða lífdísil úr þörungum. Verkefnið hefur hlotið styrk frá chileanska ríkinu.


 

Nú er heimaalinn tilapia eða beitarfiskur í fyrsta sinn á boðstólum í breskum verslunum. Fyrirtækið The Fish Co. elur fiskinn í fjórum eldisstöðvum í Yorkshire og Lincolnshire á Norður-Englandi og er hann boðinn til sölu verslunum stórmarkaðskeðjunnar Tesco.


 

Talið er að fiskveiðar í heiminum og afleiddar greinar skapi um 240 milljarða dollara í tekjur á ári. Þessi upphæð svarar til um 28 þúsund milljörðum íslenskra króna, eða tæpum 55 milljörðum króna á viku hverri.


 

Fjöldi beitusmokka sem veiðist í haustralli Hafrannsóknastofnunar hefur fjórfaldast á nokkrum árum. Smokkurinn hefur þó ekki gefið sig að heitið getur í tilraunaveiðum sem nú er að ljúka, að því er fram kemur í Fiskifréttum.


 

Hægt er að auka útflutningstekjur sjávarútvegsins um 50 milljarða króna á fimm árum með ákveðnum aðgerðum, að mati Kristjáns Hjaltasonar ráðgjafa. Þær lúta m.a. að því að auka hlutdeild ferskra afurða, draga úr útflutningi á óunnum fiski, stórauka vinnslu á uppsjávarfiski og fleiru.


 

Nú liggur fyrir að ríflega þrefalt meira magn mældist af makríl í íslenskri lögsögu í sumar í leiðangri Árna Friðrikssonar en í sambærilegum leiðangri skipsins í fyrra, að því er Sveinn Sveinsbjörnsson leiðangursstjóri sagði í samtali við Fiskifréttir, sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.


 

Verið er að útbúa að minnsta kosti tvo frystitogara á frjálsar rækjuveiðar til viðbótar þeim skipum sem hingað til hafa stundað þessar veiðar og fleiri útgerðir eru að hugsa sinn gang.


 

Stærsta heilsumatvörukeðja heims, Whole Foods í Bandaríkjunum, ætlar að litamerkja umbúðir á fiski sem þeir selja svo neytendur velkist ekki í vafa um gæði vörunnar.


 

Þorskurinn hefur fram að þessu verið burðarásinn í færeyskum sjávarútvegi en með auknum makrílkvóta til handa Færeyingum kann þetta að breytast. 


 

Aflinn nam alls 116.000 tonnum í ágúst 2010 samanborið við 112.500 tonn í sama mánuði árið áður. Botnfiskafli jókst um rúm 2.400 tonn frá ágúst 2009 og nam 34.000 tonnum. Þar af nam þorskaflinn tæpum 12.300 tonnum, sem er samdráttur um 355 tonn frá fyrra ári.


 

Rækjuveiði úti fyrir Norðurlandi hefur gengið þokkalega að undanförnu. Í gærmorgun var landað 31 tonni úr Múlabergi SI og 14 tonnum úr Siglunesi SI á Siglufirði en rækjan fór til vinnslu í rækjuverksmiðju Rammans þar.


 

Heildarbotnfiskafli íslenskra skipa á nýliðnu fiskveiðiári varð liðlega 490.000 tonn samanborið við 532.000 tonn á fiskveiðiárinu 2008/2009. Þetta er samdráttur upp á tæp 8% milli ára.


 

 Á fyrri helmingi ársins í nam aflaverðmæti danskra fiskiskipa 1.519 milljónum DKK (um 30 milljörðum ISK) sem er 26% aukning miðað við sama tíma í fyrra.


 

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun ekki leggja til við aðildarríkin að leyft verði að framselja veiðikvóta milli ríkjanna, að því er Maria Damanaki sjávarútvegsstjóri ESB hefur tilkynnt.


 

Í júlímánuði voru sjö færeysk línuskip að veiðum í íslenskri lögsögu. Heildarafli þessara skipa var 327 tonn. Mest var um ufsa í aflanum, 95 tonn og keila var 76 tonn. Þorskaflinn var tæp 60 tonn, að því er fram kemur í frétt frá Fiskistofu.


 

Makrílvertíð Norðmanna er í fullum gangi. Búið að veiða 135.000 tonn sem er meira en helmingur kvótans. Bróðurparturinn eða 111.000 tonn hefur veiðst í norskri lögsögu en afgangurinn í lögsögu Evrópusambandsins samkvæmt samningum þar að lútandi.


 

Ekkert lát er á aukningu í útflutningi á norskum sjávarafurðum. Í ágúst voru fluttar út sjávarafurðir að verðmæti 3,7 milljarðar norskra króna (70 milljarðar ISK), að því er fram kemur í frétt í norska ríkisútvarpinu.


 

Ástand makrílstofnsins í Norðaustur-Atlantshafi er mjög gott og útbreiðsla hans í hafinu meiri en nokkru sinni fyrr. Hins vegar virðist stofn norsk-íslensku síldarinnar vera á niðurleið, sennilega vegna þess að engir sterkir árgangar hafa bæst við stofninn á síðustu árum.


 

Von er á Faxa RE til hafnar á Vopnafirði um eða upp úr kl. 14 í dag með um 640 tonna afla sem fékkst um 150 mílur norðaustur af Vopnafirði. Faxi togaði með einu trolli á móti Lundey NS og síðan Ingunni AK í þessari veiðiferð og að sögn Alberts Sveinssonar skipstjóra heftur þessi samvinna skilað mun betri árangri en ef skipin toguðu hvert um sig með einu trolli.


 

Útgerðarfélagið Kambur ehf. í Hafnarfirði fékk nú á dögunum afhentan nýjan Cleopatra 38 bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Að útgerðinni stendur Hinrik Kristjánsson en Ingimar Finnbjörnsson verður skipstjóri.


 

Að sögn Magnúsar Róbertssonar vinnslustjóra hefur vinnslan gengið ágætlega upp á síðkastið og þá ekki síst eftir að brugðið var á það ráð að senda tvö skip til veiða í einu með eitt stórt flottroll. Veiðin tregaðist í síðustu viku en hún hefur verið ágæt frá því í byrjun vikunnar eða eftir að hinar svokölluðu tvíbura- eða tvílembingsveiðar hófust.


 

Skipum með veiðiheimildum hefur fækkað gríðarlega á undanförnum árum. Fyrir aðeins fimm árum eða 1. september 2005 fengu 1.111 skip og bátar úthlutað kvóta samanborið við 644 í ár. Fækkunin er 42%.


 

Sérstakt kvótablað fylgir Fiskifréttum í dag en þar eru birtir listar yfir kvóta allra íslenskra skipa og báta í upphafi nýs fiskveiðiárs. Jafnframt er birtur listi yfir 50 kvótahæstu útgerðirnar.


 

,,Við hjá Landssambandi smábátaeigenda skrifuðum undir meirihlutaálit endurskoðunarnefndarinnar. Með því vildum við leggja okkar að mörkum til þess að einhver sátt gæti hugsanlega skapast. Eigi að síður gerðum við alvarlegar athugasemdir við margar hugmyndir sem fram hafa komið,” segir Arthur Bogason formaður LS í samtali við Fiskifréttir.


 

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að stjórnvöld hljóti að vinna á þeim grundvelli sem lagður var í starfi sáttanefndar sjávarútvegsráðherra. Næsta skrefið sé að útfæra samningaleiðina í samstarfi við stjórnvöld. Þetta kemur fram í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.


 

Á nýliðnu fiskveiðiári var fluttur út óunninn ísaður fiskur á erlenda fiskmarkaði með veiðiskipum og gámum að verðmæti 13,2 milljarða króna miðað við 17,8 milljarða króna á fiskveiðiárinu 2008/2009 að því er fram kemur í samantekt á vef Fiskistofu. Verðmæti útflutts óunnins afla dróst því saman um rúm 26% á milli fiskveiðiára.


 

Dreifing makríls um Norðaustur-Atlantshaf er meiri nú en áður og makríllinn teygir sig lengra til vesturs en áður hefur sést. Þetta kemur fram í skýrslu um sameiginlegan leiðangur Íslendinga, Færeyinga og Norðmanna vegna vistfræðirannsókna í kringum Ísland, Færeyjar og í Norskahafinu í júlí-ágúst 2010.


 

Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda – SFÚ, sem voru þátttakendur í starfshópi um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða, lýsa fullum stuðningi við tilboðsleiðina sem Þorkell Helgason og Jón Steinsson kynntu, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá samtökunum.


 

,,Starfshópur um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða hefur nú skilað skýrslu sinni. Í starfshópnum myndaðist breið samstaða um að byggja áfram á aflamarkskerfi og fara svokallaða samningaleið. Sú leið grundvallast á samningum ríkisins og rétthafa aflaheimilda um langtíma afnotarétt og skýrum ákvæðum um framlengingu samninga."  Svo segir í yfirlýsingu sem LÍÚ hefur sent frá sér. 


 

Félag dragnótamanna hefur sent umboðsmanni Alþingis bréf, þar sem óskað er eftir liðsinni embættisins við að kalla eftir skriflegum svörum við ítrekuðum fyrirspurnum samtakanna til sjávarútvegsráðherra vegna ákvörðunar hans um að takmarka dragnótaveiðar í sjö fjörðum við landið frá og með 1. september sl.


 

Fiskneysla í Bandaríkjunum var 15,8 pund (7,18 kíló) á mann að meðaltali á síðasta ári samkvæmt nýjum tölum frá NOAA (National Oceanic and Atmospheric Adminstration). Þetta er minni neysla en árið 2008, er hún var 16 pund, og minnsta neysla frá árinu 2002 en þá borðaði hver Bandaríkjamaður að meðaltali 15,6 pund af sjávarafurðum.


 

Á síðasta ári minnkaði innflutt hráefni til fiskvinnslu um 66% í tonnum talið miðað við árið á undan. Alls voru flutt inn 44.000 tonn af fiski samanborið við.131.000 tonn árið á undan.


 

Kvóti að verðmæti mörg hundruð milljóna norskra króna er fluttur á hverju ári frá strandveiðiflotanum í Norður-Noregi til úthafsflotans. Ástæðan er sú að strandveiðimenn hirða ekki um að klára kvótann sinn. Lausnin gæti verið sú að fara “íslensku leiðina”, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.


 

Tvær karfategundir veiðast aðallega á Íslandsmiðum, gullkarfi og djúpkarfi. Til þessa hefur ekki verið gerður greinarmunur á karfategundum við kvótaúthlutun. Skip hafa getað ráðið því hvora tegundina þau veiða upp í úthlutaðan karfakvóta.


 

Krókaaflamarksbáturinn Sirrý ÍS frá Bolungarvík skilaði mestu aflaverðmæti smábáta á árinu 2009 eða 269 milljónum króna. Næstir á eftir komu aflamarksbáturinn Bárður SH og krókaaflamarksbáturinn Guðmundur Einarsson ÍS með um 249 milljónir hvor.


 

Nýliðið fiskveiðiár verður áhöfn Sirrýjar ÍS örugglega ógleymanlegt.  Þeir settu glæsilegt heimsmet smábáta, heildarafli fiskveiðiársins 1.729 tonn og bættu fyrra heimsmet um 222 tonn sem Guðmundur Einarsson ÍS átti og var frá fiskveiðiárinu 2005/2006.   


 

 Tvö skip sóttu um að veiða túnfiskkvóta Íslendinga í ár og fengu honum úthlutað. Um er að ræða 30 tonn af túnfiski og skiptist hann jafnt á milli skipanna. Ekki liggur þó endanlega fyrir hvort af þessum veiðum verði í ár, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.


 

Þriðjungur aflaheimilda á Íslandsmiðum er í höndum fimm útgerða í upphafi nýs fiskveiðiárs og tíu fyrirtæki ráða yfir helmingi kvótans.


 

Makrílveiðar Íslendinga vekja mikla athygli og umræðu erlendis. Flestir gagnrýna þessar veiðar að vísu en nú síðast fengu Íslendingar stuðning frá Søren Søndergaard sem er Evrópuþingmaður fyrir samtök í Danmörku sem berjast gegn aðild landsins að ESB. Í grein sem Søren ritar í dagblaðið Arbejderen fjallar hann um vaxandi vantraust á ESB meðal íbúa aðildarríkjanna og hann klikkir út með því að segja að jafnvel makríllinn treysti ekki ESB.


 

Illa horfir með kolmunnastofninn ef ekki koma sterkir árgangar inn í hann í nánustu framtíð. Hrygningarstofninn hefur minnkað úr sjö milljónum tonna í þrjár milljónir síðan árið 2004.


 

Sú ákvörðun sjávarútvegsráðherra að gefa ekki út aflamark í úthafsrækju á komandi fiskveiðiári er ólögleg samkvæmt lögfræðiáliti sem unnið hefur verið fyrir Landssamband íslenskra útvegsmanna og ráðuneytinu hefur verið kynnt.
SKIPASKRÁ /