föstudagur, 23. júlí 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

janúar, 2018

Loðnumælingum á vegum Hafrannsóknastofnunar er lokið að sinni. Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Polar Amaroq eru komin til Norðfjarðar en Bjarni Sæmundsson er á leið til Reykjavíkur.


Nýverið lauk fundi formanna vinnunefnda Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) þar sem vinna nefndanna var skipulögð og framtíðarsýn var rædd.


Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi.


Nýjar reglur hafa tekið gildi í Færeyjum sem stóreykur skyldur fiskeldis til upplýsingagjafar.


Ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar beðið með óþreyju.


Íslensk og færeysk stjórnvöld hafa náð samningum um fiskveiðiheimildir Færeyinga innan íslenskrar lögsögu fyrir þetta ár og um gagnkvæman aðgang að veiðum í lögsögu beggja fyrir norsk-íslenska síld og kolmunna á árinu 2018.


Kanadíska fyrirtækið Icewater Seafoods horfir til Íslands við endurnýjun tækjabúnaðar.


Vottaðar og óvottaðar veiðar verða ekki lengur leyfðar samtímis.


Allir sjómenn Síldarvinnslunnar með sjókall


Búnaður sem hefur virkað illa í gegnum tíðina


Mikil óvissa ríkir enn um það hvaða lending næst í sjávarútvegsmálum í Bretlandi eftir brotthvarfið úr Evrópusambandinu. Breskir fræðimenn skoða stöðuna í Brexit-ferlinu.


Snæfríður Einarsdóttir öryggisstjóri hjá HB Granda


Sextíu milljóna króna gat hjá Landhelgisgæslunni


Fleira en plastmengun og súrnun hrjáir hafið. Styrkur súrefnis hefur verið að minnka víða í hafinu allt frá því um miðja síðustu öld, bæði á strandsvæðum og í úthöfum.


Þór og Týr gerðir út í þrjár vikur í senn til skiptis


Slysum fækkar um 37% milli ára


„Það hefur lítilræði komið upp varðandi aðgerðaraðstöðuna á millidekkinu en sjálfvirka lestarkerfið hefur virkað hnökralaust."


Lítill friður fyrir brælum í fyrsta túr Blængs á árinu. Á flótta undan veðri og víða tregt.


„Það er náttúrlega hægt að gera allt saman flókið,“ segir Axel Helgason, formaður Landssambands smábátaeigenda. Hann segir þó vel hægt að taka tillit til smábátaútgerðar við úthlutun veiðigjalds.


Kostnaður talinn hlaupa á 1,5 til 2 milljörðum króna


Einkaleyfi Hampiðjunnar eru orðin yfir 20 talsins og vernda fyrst og fremst uppfinningar í efnum veiðarfæra og vörur fyrir olíuiðnað.


Lítið eitt minni framleiðsla en á árinu 2016


Tryggvi Eðvarðs SH kominn með 150 tonn í mánuðinum


Fyrri yfirferð Hafrannsóknastofnunar um loðnumiðin er lokið. Niðurstaða fæst ekki fyrr en farið hefur verið aftur yfir hafsvæðið.


Eiga von á að bætt verði við loðnukvótann


Lífhagkerfi Snæfellsness hefur verið til skoðunar á vegum Matís frá því árið 2014.


Japönsk yfirvöld ætla að beita þá þungum viðurlögum sem fara umfram veiðiheimildir í túnfiskveiðum.


Tilfinning sjómanna að mikil loðna sé á ferðinni og kvótinn verði aukinn verulega.


Tvær áhafnir róa á Sandfelli SU - hvor þeirra í tvær vikur í senn.


Nýttu tækifærið til að klára klössun sem var áætluð á þessu ári.


Undanfarin ár hefur skort fjármagn til að halda áfram vinnu við vöktunarverkefnið


Yfirgnæfandi meirihluti útgerða landsins greiðir einungis brot af heildarveiðigjöldum. Aðeins fjögur prósent veiðigjalda ársins 2016-17 komu frá 804 af 992 útgerðum.


Umhverfisvottun fiskeldis hefur aukist mjög að umfangi síðustu árin. Arnarlax reiknar með ASC-vottun fyrir mitt ár. Arctic Fish er nú þegar með ASC-vottun fyrir eldi regnbogasilungs í Dýrafirði og Arnarfirði.


Á síðasta ári kom út uppfærð skýrsla frá Alþjóðabankanum um „sokknu milljarðana“, allt það fé sem þjóðir heims verða af vegna þess að fiskveiðar eru víðast hvar stundaðar með óhagkvæmum hætti. Ragnar Árnason var fenginn til að gera þessa skýrslu.


Gullver til Seyðisfjarðar með 95 tonn


Faxaflóahafnir tóku á móti 135 skemmtiferðaskipum í fyrra - þau verða enn fleiri árið 2018.


Stefnt að því að halda til veiða í næsta mánuði


Falleg og væn síld í Faxaflóadýpi.


Áskorun Hnakkaþonsins í ár felst í að finna leiðir til að auka sölu á sjófrystum ufsa til hótela og veitingahúsakeðja í Bandaríkjunum.


Ýsu sjáum við ekki í svona veðri, segir Friðrik Ingason, skipstjóri á Höfrungi III.


Samkvæmt nýrri áætlun Evrópusambandsins verða allar plastumbúðir gerðar úr endurvinnanlegu efni fyrir árið 2030, dregið verður verulega úr notkun einnota plasts og skorður settar við notkun örplasts.


Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji er í fyrsta sæti yfir fyrirmyndarfyrirtæki Viðskiptablaðsins og Keldunnar í ár en Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir það vera viðurkenningu fyrir starfsmenn fyrirtækisins fyrir vel unnin störf.


Fiskimjölsverksmiðjur Síldarvinnslunnar tóku á móti tæplega 197 þúsund tonnum árið 2017.


Tveimur nýjum frystiskipum voru gefin nöfn síðastliðinn föstudag í Cuxhaven í Þýskalandi. Skipin eru í eigu Deutsche Fischfang Union, dótturfélags Samherja, og heita Cuxhaven NC 100 og Berlin NC 105


Rysjótt veður á loðnumiðunum austur af Langanesi.


Evrópuþingið samþykkti í dag bann við notkun rafstuðsbúnaðar við fiskveiðar. Tæknilega séð hefur bann við slíkum veiðum verið í gildi í Evrópusambandinu, en undanþágur hafa verið veittar til slíkra veiða í tilraunaskyni.


Börkur landaði 1.000 tonnum til manneldisvinnslu


Vaxandi áhugi er meðal smábátasjómanna í aðildarríkjum Evrópusambandsins á að stofna sérstök framleiðendafélög fyrir smábátaveiðar.


Fiskifréttir
15. janúar 2018

Um brottkast

Umgengni hefur tekið algjörum stakkaskiptum á undanförnum árum


Utanlandsmarkaður um 85% allrar sölu Tor-Net


Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að láta rannsaka umhverfisáhrif umdeildrar veiðiaðferðar þar sem rafstuð er notað til að ná fiskinum upp í veiðarfærin.


Á síðasta ári seldu Norðmenn sjávarafurðir fyrir 94,5 milljarða norskra króna, en það jafngildir ríflega þúsund milljörðum íslenskra króna.


Upplýsingarnar í fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar verða ítarlegri með hverju árinu. Guðmundur Þórðarson ræðir samstarf stofnunarinnar við Alþjóðahafrannsóknaráðið, ICES.


Axel Helgason, formaður Landsambands smábátaeigenda, segir að útreikningar á meðafla séu byggðir á fáum veiðiferðum, sem ekki séu dæmigerðar fyrir veiðarnar.


Vottunarferli á kolmunnaveiðum við Ísland er lokið og hljóta veiðarnar nú vottun frá Marine Stewardship Council til næstu fimm ára.


Þórsnes SH á netaveiðum fyrir vestan


Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja ekkert hæft í staðhæfingum um kerfisbundið svindl í vigtun. Frávik hafi vissulega fundist, en allt bendi til þess að fáir aðilar standi að baki meginhluta þeirra frávika.


Brögð eru að því að fjölmiðlar og starfsmenn sjávarútvegsfyrirtækja tali um Íslandssíld þegar átt er við íslenska sumargotssíld - það er hins vegar ekki í neinu samræmi við hefðbundna notkun hugtaksins.


Loðnan væn en veiðin dræm


Rögnvaldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri AkvaFuture, gerir athugasemd vegna fréttatilkynningar Landssambands veiðifélaga, en fjallað er um hana í Fiskifréttum í dag.


Aflinn nálægt um 2.800 tonn


120-130 tonna afli


Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið hefur kynnt áform um innleiðingu á alþjóðasamþykkt um vinnuskilyrði farmanna.


Landssamband smábátaeigenda hefur áhyggjur af því að lækkun fjárframlaga til Landhelgisgæslunnar skerði öryggi.


Skipin komin að trolllínunni svokölluðu norður af Langanesi.


Arðsemi fyrirtækjanna í greininni hefur hins vegar dregist verulega saman allra síðustu ár, og var hvað best 2012.


Fyrstu loðnunni landað í Neskaupstað.


Sjómælingasvið Landhelgisgæslunnar brást skjótt við þegar vatni var dælt úr varðskipinu Þór í Flatey


Aðstoðarhafnarstjóri telur leyfisveitingar til framkvæmda allt of tafsamar.


Loðna sem fæst er hin fínasta en í henni er einhver áta.


Raunveruleg loðnuleit er ekki hafin


Athugull áhugakafari fann krabba í Hvalfirði sem reyndist vera norður-amerískur nýbúi


Landhelgisgæslan hefur til skoðunar að leigja frá sér TF-SYN sem myndi sinna verkefnum erlendis í tvo mánuði á þessu ári.


Háhyrningar sáust ítrekað flýja undan grindhvalahópum við Vestmannaeyjar síðastliðið sumar. Filipa Samarra hefur í nærri áratug stundað merkar rannsóknir á háhyrningum hér við land.


Landstjórn Færeyja undrast þetta framferði mikið og mótmælir þessari ólöglegu aðgerð. Sjávarútvegsráðherra hefur, í samræmi við gildandi lög, ráðfært sig við utanríkismálanefnd Lögþingsins vegna málsins, segir sjávarútvegsráðherra Færeyja


Íslendingar og Norðmenn meðal annarra fengnir til ráðgjafar.


Aflaverðmætið var um 11,8 milljarðar króna á árinu 2017 sem er samdráttur upp á ríflega 15 prósent frá árinu 2016. Heildarafli jókst þó um tíu þúsund tonn.


Á 12 mánaða tímabili frá október 2016 til september 2017 nam aflaverðmæti úr sjó 109,3 milljörðum króna, sem er 20,8% samdráttur miðað við sama tímabil ári fyrr


Persónuvernd hnykkir á reglum um rafrænt eftirlit við SFS og Fiskistofu - að eigin frumkvæði


Allt að 50% orkusparnaður


Söluverð rúmlega milljarður króna


Aflinn sem kemur til vinnslu í fiskvinnslustöðinni á Seyðisfirði kemur frá togaranum Gullver NS og að hluta til frá Vestmannaeyjatogurunum Vestmannaey og Bergey.


Uppsjávarskip Síldarvinnslunnar ætluðu til veiða í færeysku lögsögunni í byrjun árs, en bíða nú átekta þar sem ekki hefur samist um gagnkvæmar heimildir til veiða.


Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hvetur fyrirtæki og stofnanir til að grípa til aðgerða til að hindra að kynbundin mismunun og áreitni eigi sér stað.


Fyrirtæki sem hvílir á mörgum stoðum


Páll Baldursson séð tímana tvenna í sinni heimabyggð
SKIPASKRÁ /