föstudagur, 23. júlí 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

maí, 2018

Gróflega reiknað má telja að tuttugu stærstu útgerðir landsins fái nærri 70 prósent lækkunarinnar eða hátt í tvo milljarða í sinn hlut.


Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis lagði í gær fram frumvarp þar sem lögð er til lækkun veiðigjalda. Um krónutölulækkun á allan veiddan afla er að ræða en einnig er hækkaður sérstakur afsláttur á minni útgerðir.


Skipin leita en áhafnir búa sig undir sjómannadagshátíðarhöld.


Nýsmíðin Viðey RE tekur við keflinu


Blængur NK gerir hlé á veiðum í Barentshafi og áhöfnin flýgur heim til að fagna sjómannadegi með fjölskyldum sínum.


VarðskipiðTýr hafði á sunnudagskvöld afskipti af farþegabát austur af Rifi. Farþegar um borð voru of margir, tveir hásetar ekki lögskráðir og enginn með vélstjóraréttindi.


Fjárfestingar í sprotafyrirtækjum Sjávarklasans undanfarin ár nema fimm milljörðum. Langflestir þeirra sem fjárfest hafa í sprotafyrirtækjum Sjávarklasans síðustu árin eru einkafjárfestar.


Víða í Evrópu eru áhrif loftslagsbreytinga þegar orðin áþreifanleg í sjávarútvegi, fiskeldi og ferskvatnsveiðum. Matís tekur þátt í að greina þessa þróun og móta viðbragðsáætlanir.


HB Grandi hefur hætt allri notkun svartolíu, bæði í skipum og á landi. Forstjóri HB Granda segir menn áratugum saman hafa umgengist auðlindina af ábyrgðarleysi. Nú geri menn sér grein fyrir því að þótt sjórinn hafi tekið lengi við þá er nóg komið.


642 tonn í sex veiðiferðum


53 milljónir laxa drápust á síðasta ári. Per Sandberg, sjávarútvegsráðherra Noregs, segir það vera brýnasta verkefni norsks laxeldis að stemma stigu við laxadauða. Á síðasta ári settu norsk fyrirtæki sér metnaðarfull markmið í laxeldi.


Góð veiði allan maímánuð - skipin mest að veiðum í svokölluðu Ræsi suðvestur af Færeyjum.


Sá fjörkippi Surtseyjargoss á fyrstu vertíðinni


Strandveiðar hafa skilað rúmlega 1.100 tonna afla það sem af er vertíðinni, en hún hófst 2. maí síðastliðinn. Meira en helmingur aflans, ríflega 600 þúsund tonn, veiddst á A-svæði og þar eru einnig flestir á sjó, alls 163 bátar af 363.


Skipstjórar eru hvattir til að nýta sér þessa nýjung.


Björg EA 7 var formlega nefnd við hátíðlega athöfn.


Heildarafli skipanna tveggja frá áramótum er 4.409 tonn og er þetta mesti afli sem skip félagsins hafa borið á land á tímabilinu janúar-apríl


Rússneski fjárfestingakvótinn innspýting í greinina.


Vilja auka nýsköpun í sjávarútvegi og fiskvinnslu


Smíða skip fyrir tog-, línu- og gildruveiðar.


Sérhannað skip til krabbaveiða á norðlægum slóðum fyrir rússneska útgerð


Mikil eftirspurn og verð hækkað.


Á fjórða tug athugasemda hafa borist atvinnuveganefnd vegna frumvarps um breytingar á ýmsum ákvæðum laga er tengjast fiskeldi. Frumvarpið var lagt fram á þingi snemma í apríl og bíður nú annarrar umræðu.


Stór skref stigin í endurnýjun fiskiskipaflotans að undanförnu.


Þokkalegasta veiði í kantinum vestur af Patreksfirði.


Örplast finnst reglulega í sýnatökum líftæknifyrirtækisins Biopol á Skagaströnd. Fyrirtækið hefur því ákveðið að taka talningu á örplastþráðum fastari tökum.


Karlarnir sóttu sérstaklega í fælurnar


Átta strandveiðibátar á Patreksfirði, þar á meðal Kolga BA, eru á veiðum og ráðgera að fylla gám og aflann til Grimsby.


Tíu ríki standa að tímamótasamkomulagi um Norður - íshafinu


Megnið af skipunum séu nú að veiðum í hinu svokallaða ræsi suðvestur af Færeyjum.


Samkvæmt viljayfirlýsingu munu íslensk stjórnvöld leggja til sérfræðiþekkingu og stuðning við fiskimál og fiskimannasamfélög á þeim stöðum sem Alþjóðabankinn hefur starfsemi, meðal annars í Vestur-Afríku.


Æfingin var samstarfsverkefni Landhelgisgæslu Íslands, Umhverfisstofnunar, Samgöngustofu og Ísafjarðarhafnar.


Öll skip sem voru að úthafskarfaveiðum á Reykjaneshryggnum voru með Gloríu flottroll frá Hampiðjunni.


Fiskur heldur sig á litlum blettum - um 20 togarar um hituna.


Veiðst hefur meira en í fyrra og nýttir veiðidagar eru mun fleiri á þessari vertíð. Samt gæti svo farið að skortur verði á grásleppuhrognum á markaði.


Flak breska dráttarbátsins Empire Wold sem fórst með allt að 17 mönnum í nóvember 1944 fannst nýverið á innanverðum Faxaflóa.


Vinnsluhlé í fiskmjölsverksmiðjunum í Neskaupstað og Seyðisfirði.


Tólf mánaða tímabilið frá maí 2017 til apríl 2018 skilaði 17 prósent meiri fiskafla en í fyrra, samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar.


Margar hafnir hér á landi hafa ekki gildar viðbragðsáætlanir – þvert á reglur þar um.


Afdráttarlaus skýrsla vísindanefndar um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi


Vatnsmagnið í öllum heimshöfunum samanlagt er að öllum líkindum um það bil 1,38 milljarðar ferkílómetra að rúmmáli og 1.400 þúsund milljarðar tonna að þyngd.


KAPP ehf. vaxið í að vera stoð fyrir sjávarútvegsfyrirtæki


Sjávarútvegsráðherra hefur óskað eftir því við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands meti þjóðhagsleg áhrif hvalveiða og áhrif þeirra á aðrar atvinnugreinar.


Í þessari viku hafa kolmunnaskip landað góðum afla bæði á Seyðisfirði og í Neskaupstað.


Bæði landsel og útsel hefur fækkað gríðarlega á tiltölulega stuttum tíma – varað er við frekari samdrætti í stofnunum.


Einungis á D-svæði hafa fleiri bátar farið af stað en i fyrra. Annars staðar er fækkun.


Netagerð Fjarðanets hf. í Neskaupstað byggir glæsilega aðstöðu á um 2.200 fermetrum.


Atvinnuveganefnd hefur birt drög að reglugerð um veiðar á kröbbum þar sem núverandi fyrirkomulagi er breytt með það markmið í huga, í ljósi lítillar veiði, að gefa útgerðum kost á krabbaveiðum án takmarkana.


Tveggja ára töf á afhendingu systurskipanna Breka og Páli Pálssyni


Aflaverðmæti íslenskra skipa úr sjó nam 9,3 milljörðum króna í janúar.


Spáin fyrir kolmunnamiðin næstu daga ekki hagstæð.


Tækifæri fyrir haftengd fyrirtæki að nýta aðstöðu í Húsi sjávarklasans.


Báðum áhöfnum skipsins sagt upp í morgun með þriggja mánaða fyrirvara


Nú eru góðar horfur á viðurkenningu kínverskra stjórnvalda á íslenskum vottunum á okkar helstu útflutningsvörum til Kína, en meirihluti útflutningsins eru sjávarafurðir. Helstu viðskipti við Rússa tengjast skipum og skipasmíði.


Drjúgt í hnakka og flök sem fara fersk til Frakklands


HB Grandi hefur birt samfélagsskýrslu fyrir árið 2017. Þetta er í fyrsta sinn sem HB Grandi birtir slíka skýrslu og í ávarpi Vilhjálms Vilhjálmssonar forstjóra segir hann þetta vera í fyrsta sinn sem íslenskt sjávarútvegsfélag birtir samfélagsskýrslu.


Margir starfsmenn Síldarvinnslunnar taka frí þegar hlé er á vinnslu uppsjávartegunda.


Vestmannaey og Bergey VE komu með fullfermi til Eyja í gær


Fiskifréttir ræddu við Ingólf Snorrason og Arnar Frey Jónsson um kosti og galla landeldis. Arnar Freyr hefur áralanga reynslu af landeldi í Öxarfirði en Ingólfur er að hefja uppbyggingu á fimm þúsund tonna landeldi í Þorlákshöfn.


Sýnilegur árangur hefur orðið af markaðssamstarfi í kynningu á þorski í Suður-Evrópu sem staðið hefur yfir frá árinu 2013. Guðný Káradóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, segir að vitund um uppruna vörunnar hafi aukist nú þegar hún hefur um langt skeið verið kynnt undir einu vörumerki, Bacalao de Islandia.


Charla Jean Basran doktorsnemi stundar rannsóknir á hnúfubökum við Ísland og segir jafnt sjómenn sem unnendur hvala hljóta að fagna heilsugar finnist leiðir til að draga úr því að hnúfubakar flækist í net.


Nýlega einnig farið að vinna karfa


Stofnfiskur hefur gert samning um sölu geldhrogna til Nýfundnalands. Hjá Stofnfiski eru einnig að hefjast umfangsmiklar rannsóknir á því hvort geldstofnar henti við íslenskar aðstæður.


Framleiðslugeta flaka áætluð um 100 tonn á sólarhring


Hámeri truflar kolmunnaveiðar


Mikilvægt að stilla saman veiðar og vinnslu
SKIPASKRÁ /