sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

júlí, 2018

Stór og góður fiskur á land á Vopnafirði


Fyrri hluta ársins fluttu Íslendingar út sjávarafurðir fyrir 115 milljarða króna. Á sama tímabili árið 2017 nam útflutningurinn 93 milljörðum.


Ostrurækt við Íslandsstrendur er vandmeðfarin en skilar bragðgóðri afurð. Fyrstu íslensku ostrurnar eru væntanlegar á markað innan fárra vikna.


Skýrsla FAO um áhrif loftslagsbreytinga á sjávarútveg og fiskeldi hefur að geyma eina umfangsmestu úttekt á málefninu sem birt hefur verið til þessa.


Hafrannsóknarstofnun rennir stoðum undir hugsanlegar breytingar síðar meir á áhættumati vegna erfðablöndunar með margvíslegum rannsóknum á bæði eldisfiskum og villtum fiskum.


Fiskvinnslukonur snyrta og pakkað þorskflökum í frystihúsi Sambands íslenskra samvinnufélaga á Kirkjusandi, árið 1975. 


Skaginn 3X hefur gert milljarðasamning við Collective Farm Fishery by V.I. Lenin um heildarlausn í nýja verksmiðju á Kamtchatka-skaga í Austur-Rússlandi.


Beitir NK heldur til veiða um helgina.


Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar minnir FISK Seafood á samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins.


Enn þarf að hafa nokkuð fyrir því að finna makríl í veiðanlegu magni.


Bann við svartolíu á íslensku hafsvæði sem og annars staðar í norðurhöfum er aðkallandi


Frumgerð Optigear - kerfi sem skráir beitingu veiðarfæra og umhverfisaðstæður - hefur verið í prófunum um borð í einum af nýju ísfiskstogurum HB Granda.


Allt að verða klárt til makrílvinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar.


Norski fiskeldissjóðurinn hefur vaxið hratt í ár. Nærri fjörutíu milljarðar söfnuðust í sjóðinn með uppboðum á laxeldisleyfum fyrr í sumar. Stjórnvöld ræða breytingar á fyrirkomulaginu.


Norðmenn hafa landað nærri 97 þúsund tonnum af loðnu og kolmunna hér á landi þetta árið. Þetta er þrisvar sinnum meira en þeir lönduðu hér á síðasta ári.


Síldarvinnslan segir söluhorfur á makríl ágætar en síldin veki mönnum áhyggjur


Skipum tekið að fjölga á makrílmiðunum sem auðveldar leit.


Nú hefur verið staðfest með erfðagreiningu að hvalur sem kom á land í Hvalfirði fyrr í þessum mánuði er blendingur steypireyðar og langreyðar.


Stofnun Sjávarútvegsskóla Síldarvinnslunnar var upphaf gróskumikils skólastarfs á Austur- og Norðurlandi.


600 tonn af makríl til Vopnafjarðar í gær - vinnsla hafin af fullum krafti.


Fyrir réttum 60 árum var í fyrsta sinn tekið á móti hráefni til vinnslu í síldarverksmiðju Síldarvinnslunnar. Þann dag átti sér einnig stað hörmulegt banaslys og alls hafa 12 manns látist í starfi hjá fyrirtækinu á þessum 60 árum


Tæpt ár er nú liðið frá því Aurora Seafood ehf. hlaut veglegan styrk úr H2020 áætlun Evrópusambandsins til að þróa og tæknivæða veiðar og vinnslu á sæbjúgum.


Af uppsjávartegundum veiddist nær eingöngu kolmunni í júní, en af honum veiddust tæplega 11 þúsund tonn sem er 31% minna en í júní 2017.


Fyrirhugaðar breytingar á reglugerð um veiðar á sæbjúgum vekja litla hrifningu veiðimanna. Sveitarfélög hafa einnig gagnrýnt breytingarnar. Tugir starfa gætu verið í húfi


Líftæknifyrirtækið Iceprotein á Skagafirði er að gera rannsóknir á sáragræðandi eiginleikum sæbjúgans. Vonast er til að þessir eiginleikar nýtist í einhvers konar krem eða gel til að bera á sár.


Norðmenn ætla sér stóra hluti í landeldi á næstu árum. Salmon Evolution hyggst reisa stærstu eldisstöð Evrópu í Noregi og Nordic Aquafarms reisir enn stærri eldisstöð í Bandaríkjunum.


Sjómenn á nýsköpunartogaranum Þorkeli Mána RE nýbúnir að taka trollið. Karfaveiðar Íslendinga jukust mikið eftir síðari heimsstyrjöld. Karfinn var aðallega fluttur út, til dæmis til Þýskalands.


Um 900.000 laxar sluppu frá eldisstöð Marine Harvest í Síle


Trefjar senda frá sér nýjan bát.


Síldarvinnslan segir Gísla Runólfsson skipstjóra á Bjarna Ólafssyni AK sæmilega sáttan eftir þriggja til fjögurra daga kolmunnakropp í Rósagarðinum.


Gert ráð fyrir að 300 milljónum króna verði varið í hönnun og undirbúning smíðarinnar á árinu 2019 og 3,2 milljörðum króna í smíði skipsins á árunum 2020-2021.


Um 150.000 eldislaxar voru í kví Arnarlax - meðalþyngd laxanna er 3,5 kíló. Aðeins fimm laxar hafa veiðst utan kvíar.


Afli Vestmannaeyjar VE á þeim rúmlega 11 árum sem það hefur verið gert út er 39.440 tonn.


Aðeins 2-3 skráðir í nám í netagerð árlega. Svo á við allt frá árinu 2005.


Samherji kaupir breska dreifingarfyrirtækið Collins og UK Fisheries fær brátt nýtt skip.


Stærsta samfellda svæðið sem fram til þessa hefur verið mælt með fjölgeislamæli í einum og sama leiðangri í íslenskri efnahagslögsögu.


Síldarvinnslan hyggst þriðjudaginn 17. júlí nk. að bjóða til stuttrar samkomu í Safnahúsinu í Neskaupstað. Á samkomunni verður gerð grein fyrir samkeppni um fyrirhugaðan minningarreit á grunni gömlu síldarverksmiðjunnar.


Skinney-Þinganes og Gjögur fjárfesta í íslenskum vinnslubúnaði fyrir nýja togara


Aflinn um fimm tonn á klukkutímann - sem er allt of lítið.


Kerfi Trackwell heldur utan um veiðar skipa og öll samskipti við aðrar þjóðir og svæðisbundin fiskveiðisamtök.


Stofn norsk-íslenskrar síldar stöðugur á milli ára


Norskir sérfræðingar véfengja niðurstöður úr fjölþjóðlegum makrílleiðangri árið 2016.


Ein lakasta humarvertíð í manna minnum


Sjávarútvegsráðherra hefur úthlutað 32.380 tonnum til byggðakvóta, línuívilnunar, strandveiða og annarra sértækra aðgerða.


Tilraunir verða gerðar með að sleppa norskættuðum eldisseiðum lausum í hafbeitaraðstöðu á Vestfjörðum og Austfjörðum. Frekari rannsóknir verða gerðar í Ísafjarðardjúpi.


Árangur umfram væntingar og nuddast í lestarnar.


Sjóminjasafnið í Reykjavík hefur opnað nýja glæsilega grunnsýningu sem ber heitið Fiskur & fólk – sjósókn í 150 ár


Ísland, Grænland og Noregur hafa gert með ser nyjan samning um hlutdeild í loðnukvóta milli landanna. Ísland fær 80 prósent kvótans.


Frystitogarinn Blængur NK kom til Neskaupsstaðar í gærkvöld með 500 tonn af frystum afurðum eftir langan túr í Barentshafi.


Nýr Sighvatur GK kominn til heimahafnar


Um 2.000 tonn af blóði fellur til við laxfiskaeldi á ári
SKIPASKRÁ /