laugardagur, 16. janúar 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

desember, 2019

Hnífsdælingurinn Ingvar Friðbjörn Sveinsson hefur af miklu listfengi smíðað nákvæma eftirgerð breska síðutogarans Caesar sem strandaði við innsiglinguna til Ísafjarðar árið 1971.


Guðmundur Hannesson var í hópi fjórtán manna sem stofnuðu Kælismiðjuna Frost ehf. í árslok 1993 á Akureyri. Það hefur vaxið úr því að vera 14 manna fyrirtæki í 70-90 manna alþjóðafyrirtæki með verkefni út um allan heim.


Umsvif Slippsins á Akureyri hafa vaxið mikið undanfarin misseri. Starfsmönnum hefur fjölgað í öllum deildum fyrirtækisins og þá sér í lagi tækni- og hönnunardeildinni. Í dag eru starfsmenn Slippsins um 180.


Á síðustu árum hafa vísindamenn veitt aukna athygli hljóðum sem berast frá sumum tegundum fiska. Halldór Laxness hafði áður sett fiskasöng í samhengi sjálfstæðisbaráttu smáþjóðar.


Sigurgeir Pétursson skipstjóri hefur verið búsettur í Nýja-Sjálandi undanfarna þrjá áratugi og verið með skip sem gerð eru út frá Ástralíu og Argentínu til veiða á tannfisk og hokinhala.


Gunnar Arason var farinn að róa með föður sínum aðeins 10-11 ára gamall.


Tvær tegundir tannfisks eru mjög eftirsóttar á veitingastöðum um allan heim. Tannfiskur er einn verðmætasti fiskur sem fyrirfinnst.


Eiríkur Ragnarsson er með þekktari togaraskipstjórum þjóðarinnar. Faðir hans, Ragnar Franzson, var ekki síður þekktur skipstjóri á sinni tíð og stýrði um árabil fleyjum Bæjarútgerðar Reykjavíkur, Sjöstjörnunnar í Keflavík og Ísbjarnarins í Reykjavík.


Ingibjörg Jónsdóttir, dósent á Jarðvísindadeild Háskóla Íslands, leitar víða fanga í rannsóknum sínum á hafísnum hér við land.


Fiskifréttir óska lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs.


Vefurinn Sjávarlíf var opnaður fyrir skemmstu. Þar opnast ný sýn á lífríkið í hafinu umhverfis Ísland í krafti einstæðra og heillandi mynda Erlends Bogasonar kafara.


Eðli sínu samkvæmt fylgja fiskifræðinni töluvert af ferðalögum, bæði á sjó og landi. Frumkvöðullinn Bjarni Sæmundsson skrifaði bók um ferðalög sín, allt frá því hann tók að ferðast um Reykjanesið sem barn og unglingur.


Sigga Vigga og tilveran eru sögur eftir Gísla J. Ástþórsson blaðamanns og ritstjóra á Alþýðublaðinu og blaðamanns á Morgunblaðinu. Hann var áhugateiknari og birti stundum smáteikningar og skipamyndir í blaðinu.


Höfrungur III kominn til hafnar en síðasti túr fyrir jól einkenndist af endalausum flótta undan skítabrælum.


Meðan Spánn var stórveldi sukku hundruð spænskra skipa í Karíbahafinu og víðar við austurströnd Ameríku. Spænskir fornleifafræðingar hafa unnið upp úr heimildum skrá yfir 681 skipsflak á hafsbotni á þessum slóðum.


Nýr Baldvin Njálsson 35-40% sparneytnari


Á síðustu metrunum fyrir jól samþykkti alþingi tvö lög sem lúta að skipum og skipverjum. Annað frumvarpið breytir skilgreiningu á smáskipi þannig að þau verði allt að 15 metra löng í stað 12 metra áður. Með þessu verði mönnunarkröfur einfaldaðar þannig að ein regla gildi um öll skip á þessu stærðarbili.


Árið 2010 fékk Hafrannsóknastofnun styrk frá Verkefnasjóði sjávarútvegsins til að hefja rannsókn á m.a. tengslum erfðafræði og fari steinbíts. Síðan hafa hundruð steinbíta verið merktir og fjöldi verið endurheimtur.


Sameinuð fyrirtæki Iceland Seafood, Icelandic Iberica og Iceland Seafood Spain, selja um 20 þúsund af þorski á ári á helstu saltfiskmörkuðunum á Spáni, Portúgal, Ítalíu og Grikklandi þar sem heildarmagnið er nálægt 40 þúsund tonnum á ári.


Drög að reglugerð um hrognkelsaveiðar 2020 hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Vinnuhópur ráðherra leitaði ekki með formlegum hætti eftir sjónarmiðum Landssambands smábátaeigenda - stærsta hagsmunaaðila veiðanna.


Fisktækniskóli Íslands í Grindavík - 60 nemendur við nám á haustönn.


Brælur gerðu síðasta túr ársins endasleppan.


Á nýrri vefsíðu Hafrannsóknastofnunar má sjá dreifingu veiða eftir helstu veiðarfærum árið 2018.


Elvar hjá Ektafisk á Hauganesi


Verðmæti skipsins í ár eru 190 milljónum króna meiri en á síðasta ári þrátt fyrir örlítið færri tonn upp úr sjó.


Zymetech öflugt fyrirtæki eftir 20 ára starf við nýsköpun og þróun.


Hafrannsóknastofnun hefur birt niðurstöður úr stofnmælingum botnfiska frá haustralli. Mælingarnar hafa verið framkvæmdar árlega síðan 1996, jafnan með sambærilegum hætti.


Færeysk stjórnvöld eru í þann veginn að gera viðamiklar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfi sínu.


Stefnt er að því að færeyska Lögþingið afturkalli uppsögnina fyrir lok vikunnar. Jafnframt verði lögum breytt þannig að Samherja verði áfram heimilt að eiga færeyska útgerðarfélagið Framherja.


Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að veita fjórar milljónir króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til framkvæmda á varðskipinu Óðni.


Helmingi hærra verð fyrir krókaveiddan makríl.


Skipin hafa á árinu aflað 10.300 tonna og verðmætið er 2.760 milljónir króna.


Enginn sérstakur kraftur í veiðunum enda þrálátar brælur.


Útgerðarfélag Reykjavíkur, áður Brim, hefur selt tvö prósent hlut í Brimi, áður HB Granda.


Rafknúinn þrjátíu tonna bátur er tilbúinn til framleiðslu hjá Navis. Þá er fyrirtækið að búa til báta úr batteríum í samstarfi við GreenVolt.


Nýr Bárður SH á veiðar milli jóla og nýárs.


Ægir sjávarfang í samstarfi við Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal. Thai Union, eitt af stærstu sjávarafurðafyrirtækjum heims hefur keypt stóran hlut Ægi.


Utanríkisráðherrar Íslands og Færeyja hittust í Kaupmannahöfn í gær og ræddu framtíð fríverslunarsamnings ríkjanna. Guðlaugur Þór segist bjartsýnni eftir fundinn.


Endanleg ákvörðun um að auðvelda erlendum aðilum óbeina aðild og um kaup Brims á Kambi og Grábrók bíða þó báðar aðalfundar á næsta ári. Þá greinir Brim frá því að þorsveiðin sé að glæðast á ný.


Þingmenn frá þremur flokkum stjórnarandstöðunnar, Viðreisn, Pírötum og Samfylkingunni, hafa lagt til breytingar á lögum um stjórn fiskveiða til að stuðla að dreifðari eignaraðild í sjávarútvegi og koma í veg fyrir að aflaheimildir safnist á fáar hendur.


Icewater Seafood í Kanada með íslenskan tæknibúnað


Þór getur flutt tvö megavött af rafmagni í land en það er nóg til þess að halda meðalstóru sveitarfélagi gangandi í neyðartilvikum.


Haustak þurrkar að jafnaði 65 tonn á dag.


Þverpólitísk samstaða í Danmörku um breytingar um löggjöf um smábátaveiðar.


Mikill áhugi meðal kvenna á smáskipanámi Skipstjórnarskólans


Hjálm­ar Kristjáns­son á nú enga eign­araðild að Útgerðarfélagi Reykjavíkur. Fjár­hags­leg tengsl á milli hans og bróður hans Guðmundar, forstjóra Brims, hafa verið rofin, segir í tilkynningu.


Skip Síldarvinnslunnar í vari eða að ljúka veiðum áður en illviðrið skellur á Austurlandi.


Engin skipaumferð er á miðunum norður af landinu - fjögur skip bíða af sér veðrið undir Grænuhlíð.


Regluverk sagt tefja nauðsynlegar dýpkunarframkvæmdir.


Íbúar Evrópusambandslandanna greiddu 59,3 milljarða evra fyrir fisk og annað sjávarfang á árinu 2018. Þetta er samt aðeins fjórðungur þess sem fólkið greiddi fyrir kjötvörur á árinu.


Ný Steinunn SF-10 komin til landsins.


Heildareignir sjávarútvegs í árslok 2018 voru rúmar 709 milljarðar króna, heildarskuldir rúmir 412 milljarðar og eigið fé tæpir 297 milljarðar.


Sjávarútvegsráðherra riður hindrun úr vegi fyrirtækja sem hugðust framleiða lýsi úr slógi.


„Með þeim breytingum sem ég hef nú skrifað undir verður Ísland með einar ströngustu kröfur í heimi hvað varðar svartolíu,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra.


Sjávarútvegsfyrirtækið GPG á Húsavík hefur náð samkomulagi við eigendur fyrirtækisins Halldór fiskvinnsla á Bakkafirði um kaup á fyrirtækinu.


Kostnaður ríflega 5,3 milljarðar króna – smíðakostnaður þar af 4,5 milljarðar.


Verðmæti uppsjávarafla var tæplega 3,6 milljarðar í september og dróst saman um 5,8% samanborið við september 2018.


Styrkir stöðu King Oscar á markaði fyrir niðursoðna lifur


Aukið aðgengi almennings að rafrænum kortaupplýsingum og endurbættum kortagögnum af strandlínu landsins.


Tillaga Útgerðarfélags Reykjavíkur hverfist um að fela stjórn Brims að skoða, og leggja fram tillögu fyrir aðalfund félagsins á næsta ári, um hvernig best er að auka möguleika erlendra aðila til óbeinnar fjárfestingar í félaginu.


Harðorð ályktun aðalfundar Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. Þar segir að „kerfið er klæðskerasaumað fyrir kvótafyrirtæki sem vinna eigin afla, sjómenn búa við óttastjórnun."


Ný vöruflutningaferja sem mun hefja áætlunarsiglingar um miðjan janúar 2020 milli Þorlákshafnar og Hirtshals í Danmörku með viðkomu í Færeyjum. Ferjan, sem fær nafnið Akranes.


Velta áætluð 2,5 milljarðar 2020


Þorskur hvarf með síldinni og lítið verður vart við loðnu í fiski.


30 ár frá komu Júlíusar Geirmundssonar ÍS.


Stærsti trefjaplastbátur sem smíðaður hefur verið fyrir íslenska útgerð er kominn heim frá Danmörku og fer á veiðar þegar lokið hefur verið við að setja niður ýmsan búnað.




SKIPASKRÁ /