föstudagur, 23. júlí 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

júní, 2019

Aflabrögð og veður með besta móti.


Ísland ítrekar réttindi sín á Rockall svæðinu.


Áhöfnin á Hugin með sjópokana klára.


Fiskistofa hefur úthlutað til bráðabirgða 80 prósentum af aflamarki ársins. Athugasemdafrestur er til 10. júlí og endanlegrar úthlutunar að vænta í síðasta lagi 10. ágúst,


Tilefni fundar ráðherra með hagsmunaaðilum var samþykkt Alþingis í síðustu viku á tveimur frumvörpum um fiskeldi, annars vegar um gjaldtöku og hins vegar um breytingar á ýmsum lögum um fiskeldi.


Makrílveiðimenn taka ekki vel í nýju lögin um makrílveiðar, sem samþykkt voru á Alþingi í síðustu viku með 28 atkvæðum gegn 18.


Hafrannsóknastofnun hefur birt skýrslu um vöktun botndýra á djúpslóð umhverfis Ísland


Tvö ný íslensk skip eru í smíðum í skipasmíðastöð Karstensens í Póllandi. Síldarvinnslan greinir frá heimsókn tveggja kennara þangað.


Kolmunninn feitari og verðmætari nú


Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár.


Verðmætin komin í um 300 milljónir krónur


Umhverfisverðlaun Faxaflóahafna veitt í 13. sinn


Þrjú skip tengd Brim og HB Granda til Norebo.


Heildar bergmálsvísitala 4,9 milljón tonn, 3% lækkun frá 2018


Útflutningsverðmæti loðnu nam 17,8 milljörðum króna í fyrra.


Ein þeirra hugmynda sem nefndar hafa verið um framhaldslíf kútters Sigurfara, er að sökkva honum í sjó þar sem hann gæti orðið vinsæll áfangastaður kafara. Önnur er að leyfa honum að grotna niður á náttúrulegan hátt.


Sjómennska kvenna þótti sjálfsögð fram á miðja 19. öld. Þuríður formaður var ekkert einsdæmi. Margaret Willson kannaði málið og skrifaði bók.


Huginn VE heldur fyrstur skipa íslenska uppsjávarflotans til makrílleitar næstkomandi sunnudag. Guðmundur Huginn Guðmundsson skipstjóri var staddur í Póllandi þegar náðist í hann og sagðist vera búinn að ræsa út mannskapinn og haldið yrði til makrílleitar á sunnudag.


Steingrími J. Sigfússyni þingforseta var mikið niðri fyrir þegar hann steig í pontu undir lok þriðju umræðu um makrílfrumvarpið.


Kaupin þáttur í þeirri stefnu Ramma að leggja aukna áherslu á vinnslu fjölbreyttari afurða.


Nýtt gagnasöfnunarkerfi er afrakstur tveggja ára samstarfs Naust Marine og Trackwell sem mun auka hagkvæmni togveiða með bættu aðgengi upplýsinga um rauntímastöðu og greiningu sögulegra gagna frá togveiðibúnaði, ytri aðstæðum og beitingu skips.


Gagnagrunnur vannýttur um breytileika fisks, vegna fjárskorts.


Nær helmingur hráefnis Loðnuvinnslunnar frá erlendum skipum.


45% skerðing á aflaheimildum til makrílbáta.


Sturlaugur H. Böðvarsson heitir nú Mars RE.


Afli í maí, metinn á föstu verðlagi, var 2,5% meira en í maí 2018.


Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vilja árétta að fiskeldi er að verða veigamikil stoð í íslensku efnahagslífi og mikilvægt er að uppbygging þess verði í sátt við bæði samfélag og umhverfi.


Akurey AK kom á þriðjudagsmorgun til Reykjavíkur með fullfermi, eða 190 tonn, eftir skamman tíma á veiðum.


28% lækkun á aflamarki ýsu - hækkun frá því í fyrra gengin til baka vegna breyttrar aflareglu.


Russian Fishery, einn stærsti framleiðandi bolfisks í Rússlandi, í samstarfi við Agama Group, lýkur uppsetningu á nýrri landvinnslu í Murmansk í september sem búin verður meðal annars vatnskurðarvélum frá Marel.


Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út reglugerð um bann við álaveiðum.


Úthlutun Rannís á vormisseri.


Ráðuneytið úrskurðar að Fiskistofu hafi borið að rannsaka betur hvort um eignarspjöll hafi verið að ræða fremur en brottkast. Hluta málsins er lítur að meintu brottkasti vísað aftur til meðferðar Fiskistofu.


Fylltu sig á skömmum tíma á Vestfjarðamiðum eftir sjómannadag.


Misfellur í hagtölum um íslenskan sjávarútveg.


Nýjustu upplýsingar frá Noregi greina frá því að 13.000 tonn af eldislaxi hafa drepist af völdum þörungablómans við strendur Norður-Noregs, aðallega í fylkjunum Norðurland og Troms.


Faxaflóahafnir fóru langt með að kolefnisjafna rekstur sinn á síðasta ári.


Blikur á lofti varðandi verðmætasköpun í íslenskum sjávarútvegi.


Sjávarútvegserindi Þekkingarseturs Vestmannaeyja hafa vakið athygli innan sjávarútvegsins þar sem tekið er á mörgum áhugaverðum málum sem brenna á greininni en líka mörgu öðru.


Sjósetning gekk vel og hefur skipinu verið komið fyrir við sjókví þar sem smíði heldur áfram.


Í Breiðafirði og fyrir suðaustan land hefur stofnvísitalan aldrei verið hærri í netaralli. Síðastliðinn áratug hefur vægi hrygningarsvæðanna í Faxaflóa og Breiðafirði í stofnvístölu hrygningarþorsks aukist.


Vinnslustöðin kaupir saltfiskvinnslufyrirtækið Grupeixe í Portúgal.


Hönnun hjálmsins er hluti af verkefni sem hefur verið unnið að í nýsköpunarnámi við Háskólann í Reykjavík. Ekki hafa áður verið hannaðir öryggishjálmar sem eru sérstaklega ætlaðir fyrir sjómenn.


Tryggður er aflapottur fyrir færaveiðar smábáta upp á 4.000 tonn og lagt til að makrílheimildum verði úthlutað í tvö veiðikerfi.


Báturinn er um 15 metra langur og undir 30 brúttótonnum og af þeirri stærð að hann fellur inni í krókaaflamarkskerfið. Hann er hannaður meðal annars í samstarfi við Vísi hf. í Grindavík og hvalaskoðunarfyrirtækið Special Tours.


Veiking á gengi krónunnar skýrir hluta af hækkuninni. Þegar hún er tekin með í reikninginn, er aukningin um 110%. Rétt er að taka fram að hér er ekki einungis átt við útflutning á laxaafurðum heldur öllum eldisafurðum, hrogn og seiði meðtalin.


Í gegnum Fiskmarkað Íslands í Ólafsvík fara í gegn rúmlega 4.000 tonn af fiski á ári. Fiskmarkaður Íslands er með tíu uppboðsmarkaði vítt og breitt um landið og Ólafsvík er einungis einn þeirra.


Áhöfn Blængs má veiða um 1.200 tonn og þurfa að vera komnir til heimahafnar aftur 12. júlí. Áætlað er því að túrinn taki um 40 daga.


Tekur Helgu Maríu AK aftur í rekstur


Kaupandi kerfisins er Polar Bear Enterprice en þeir eru rekstraraðilar skipsins. Eigandi þess er JSC Gidrostroy á Sakalin eyjum í Okhotsko hafi.


Bergur Einarsson, skipstjóri á Hoffelli SU, tekur við sem annar skipstjóra Venusar NS


Valafell gerir út neta- og dragnótarbátinn Ólaf Bjarnason SH sem var að koma í land á hávertíðinni með góðan afla þegar Fiskifréttir settust niður með Kristínu Vigfúsdóttur til spjalls.


Tryggvi L. Skjaldarson þróar nýstárlegan búnað fyrir handfæraveiðar.
SKIPASKRÁ /