Skipstjórinn á Örfirisey RE segir aflabrögð með ágætum þegar veður leyfir. Linnulausar brælur frá áramótum hafi þó valdið því að lítill friður er til veiða. Reynsluboltar um borð muna vart eftir annarri eins brælutíð.
Byggðapottarnir svonefndu, 5,3 prósent allra aflaheimilda, hafa verið umdeildir og margt er óljóst um gagnsemi þeirra. Starfshópur um heildarendurskoðun mun vera langt kominn með vinnu sína.
Framkvæmdastjórinn segir reglugerðir miða við gamla tíma og hindra smíði skipa sem best henti til veiða og betri orkunýtingar. Vill fá reglum um aflvísi breytt.
Það kemur vísindamönnum verulega á óvart að svo stór og áberandi tegund sem klóblaðkan er, skyldi hafa farið fram hjá rannsakendum og ekki uppgötvast um hvaða tegund var að ræða, fyrr en nú.
Hafrannsóknastofnun veitir þá ráðgjöf um humarveiðar komandi árs að aðeins verði gefinn út rannsóknakvóti. Nýliðun er í sögulegu lágmarki. Að óbreyttu mun humarstofninn minnka enn frá því sem nú er.
Norski laxaframleiðandinn SalMar hefur samið við hátæknifyrirtækið Völku um kaup og uppsetningu á fullkomnu laxavinnslukerfi í nýrri InnovaNor verksmiðju SalMar í Lenvik í Noregi.
Í ályktun samninganefndar Sjómannasambands Íslands sést að verðlagning sjávarfangs verður ein af átakalínum komandi viðræðna. Samninganefndin skorar á íslensk stjórnvöld að láta fara fram óháða rannsókn á söluvirði afurða í íslenskum sjávarútvegi.
Á Sjávarútvegsráðstefnunni í nóvember var sérstök málstofa helguð samstarfi við útgerðina um hafrannsóknir. Hollendingurinn Martin Pastoors sagði mikla gagnasöfnun nú þegar fara fram í veiðum.
Eigendur fyrirtækjanna halda áfram samstarfi. Ekki útilokað að viðræður um sameiningu verði teknar upp síðar. Fyrirtækin eiga sameiginlega félöginn Haustak, Codland og sölufyrirtæki á Grikklandi.
Drög að reglugerð um breytt fyrirkomulag við grásleppuveiðar hafa fengið afar hörð viðbrögð frá grásleppukörlum. Tugir umsagna hafa borist inn á Samráðsgátt stjórnvalda en frestur til að skila inn umsögnum rann út 15. janúar.
Elliði Vignisson bæjarstjóri vonast til að fljótlega verði nýtt dráttar- og björgunarskip keypt. Næsta stóra skref er breyting á höfninni, að hans sögn. Þá verði hægt að taka á móti stærri skipum og farþegaferjum í siglingum milli Íslands og Evrópu.
Craig Heberer og Christopher McGuire frá bandarísku samtökunum The Nature Conservancy heimsóttu Ísland nýverið til að kanna áhuga á samstarfi um sjálfbærar veiðar og myndavélaeftirlit.
Verkefnastjórn um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni leggur til að skilgreining á tengdum aðilum verði látin ná til hjóna, sambúðarfólks og barna þeirra.
Hákon EA 148 og Bjarni Ólafsson AK 70 koma til liðs við rannsóknarskipið Árna Friðriksson í loðnuleit sem hefst í byrjun næstu viku. Bjarni Sæmundsson er á leið í slipp.
Fyrir nokkru hófst smíði hins nýja Barkar í Gdynia og hafa fulltrúar Síldarvinnslunnar heimsótt stöðina þar og fræðst um hvernig að smíðinni er staðið.
Tvö uppsjávarskip taka þátt í leitinni á móti rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni. Kostnaðurinn er 60 milljónir króna sem skiptast jafnt á milli útgerðanna og Hafró.