sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

desember, 2020

Rannsóknastöð Hafrannsóknastofnunar á Stað í Grindavík hefur undanfarin ár sent frá sér lifandi fisk til sýningarhalds um allan heim.


Einn þeirra sem átti stóran hlut að máli við innleiðingu veiðigjalda á Grænlandi er Hilmar Ögmundsson. Hilmar er sérfræðingur og ráðgjafi hjá grænlenska fjármálaráðuneytinu og situr nú í grænlensku fiskveiðinefndinni, Fiskerikommissionen.


Marine Collagen í Grindavík hefur hafið sölu á gelatíni til erlendra aðila. Jón Freyr Egilsson, framleiðslustjóri verksmiðjunnar, vonast til þess að fullum afköstum verði náð á næsta ári.


Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Bifröst Foods hreppti í síðustu viku gullverðlaun á verðlaunahátíðinni London Design Awards. Verðlaunin fékk fyrirtækið fyrir umbúðahönnun á „fish & chips“ heilsusnakki sem nýlega kom í verslanir á Íslandi.


Flutningaskipið Lagarfoss vélarvana um 230 sjómílur suðvestur af Garðskaga.


Stórhuga áform eru uppi í Njarðvík um yfirbyggða þurrkví og klasasamstarf skipaþjónustufyrirtækja á fyrirhugaðri landfyllingu við Skipasmíðastöð Njarðvíkur sem gæti sinnt viðgerðum á stærstu skipum íslenska flotans sem og erlendum skipum.


Marport er skýrt dæmi um hvernig þjónustu- og tæknifyrirtæki dafna í kringum sjávarútveginn á Íslandi. Marport er skilgetið afkvæmi íslensks sjávarútvegs og hefur starfað í nánum samskiptum við útgerðarfyrirtæki landsins.


Ein af umsvifamestu sjálfstæðu fiskvinnslum landsins er Erik the Red Seafood í Keflavík. Þar stýrir öllu ferlinu Ketill Helgason.


Halldór Benoný Nellett, skipherra hjá Landhelgisgæslunni, hefur staðið vaktina nánast sleitulaust í 48 ár. Hann er nú kominn í land eftir viðburðaríkan og farsælan feril.


Fyrir rúmri öld skrifaði Guðmundur Björnsson landlæknir forvitnilega lýsingu á því sem fyrir augu bar á nætursiglingu út á Sviðin í Faxaflóa sumarið 1910. Hann stakk fyrstur manna upp á orðinu „togari“.


Fiskifréttir óska lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs.


Það hefur nú verið staðfest að möttuldýrið Didemnum vexillum hefur fundist í norskum sjó. Vísindamaður við norsku hafrannsóknastofnunina líkir dýrinu við plágu. Maræla - sem er nýyrði - er talið fanga dýrið ágætlega og hvers það er megnugt.


Hafrannsóknastofnun áætlar að halda til loðnumælinga 4. janúar.


Rækta má skordýr til framleiðslu á verðmætu hráefni.


Í ár mældist TVN-gildi skötunnar 627 en það er mjög hóflegur styrkur því hæst hefur gildið hjá þeim í fiskimjölsverksmiðjunni farið í 974.


Skipverjar gáfu samtals 1,6 milljónir króna. Um er að ræða áhafnir á Björgu EA 7, Björgúlfi EA 312, Björgvini EA 311, Kaldbak EA 1, Harðbak EA 3 og Margréti EA 710. Stærstur hluti fjárhæðarinnar fór til „Jólaaðstoðarinnar 2020“ í Eyjafirði.


Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, bíður þess með óþreyju að heimsfaraldurinn klárist. Hann segir aðstæður til þess að fljúga héðan með fisk vera einstæðar á heimsvísu.


Áhöfn björgunarskipsins Gísla Jóns frá Ísafirði sendi Gæslunni afar sérstaka og vel heppnaða jólakveðju.


Væntingar um góða nýliðun á næstu árum. Fyrsta mæling á yngsta árgangi þorsksins er sú hæsta frá upphafi mælinga 1996.


Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, sendir Seyðfirðingum hjartnæma kveðju en fyrirtækið hefur mikil umsvif í bænum.


Nýafstaðin opnun nýrra neðansjávarganga milli Þórshafnar og Runavíkur staðsetur Runavík í miðju Færeyja. Nýju göngin stytta aksturstíma milli Runavíkur og Þórshafnar úr klukkustund í fimmtán mínútur,


Síldarvinnslan er í samstarfi við stofnanir, háskóla og önnur sjávarútvegsfyrirtæki um rannsóknir á sviði meðferðar og nýtingar sjávarfangs.


Arthur Bogason tekur á ný við formennsku LS.


Hoffellið fór tvo síldartúra og tekur væntanlega einn til í janúar.


Annar skipstjórinn á Auði Vésteins GK hættir.


Bætist í flotann á Raufarhöfn.


Hafrannsóknastofnun fær 120 milljónir samkvæmt breytingartillögum fyrir þriðju umræðu fjárlaga.


Tekur við stjórn Landssambands smábátaeigenda á ný eftir sjö ára hlé.


Matvælasjóður kynnir fyrstu úthlutun.


Viðey landaði 120 tonnum eftir veiðar á NV-miðum og Vestfjarðamiðum.


Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda verður leiddur til lykta á morgun, föstudag, þegar kosinn verður formaður og stjórn.


Verkið er á áætlun og samkvæmt henni á skipið að fara í prufusiglingu í lok febrúar og afhending áætluð í apríl.


Starfshópur OECD lýsir áhyggjum af rannsókn Namibíumálsins í nýrri skýrslu


Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, lagði fram tvö frumvörp á þingi í gær.


Sveit Landhelgisgæslunnar kom tundurduflinu fyrir á um 10 metra dýpi, hálfan annan kílómetra frá Sandgerðishöfn þar sem því verður eytt.


Stærð hrygningarstofnsins mældist 487.000 tonn. Um er að ræða fyrstu vetrarráðgjöf sem verður endurskoðuð að loknum mælingum í janúar–febrúar 2021.


Aflinn í síðustu veiðiferðum systurskipanna Vestmannaeyjar og Bergeyjar á árinu var mestmegnis þorskur og ýsa sem fékkst fyrir austan land.


Eins og undanfarin ár hafa strandríkin þó enn ekki getað komið sér saman um skiptingu veiðanna.


Börkur og Beitir eru hættir á veiðum fyrir hátíðar og fregna af loðnuleiðangri beðið með óþreyju.


Heildarafli á 12 mánaða tímabili, frá desember 2019 til nóvember 2020, var rúm milljón tonn.


Breskir smásalar láta ekki vottunarmissi trufla sig.


Klaki sækir fram með nýjungum í landvinnslu og lestum


2.900 hnísur sem meðafli í net árlega.


„Niðurstaðan er eiginlega sú að þetta er grásleppuvandamál í selunum,“ segir Guðjón Már Sigurðsson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun.


Spærlingur var töluvert veiddur milli 1970-1980 - nokkuð hefur borið á honum í síldarafla.


Loðnuleit fyrir norðan og vestan hefur gengið vel.


Halldór var heiðraður af samstarfsfélögum við komuna til Reykjavíkur.


Bjarni Ólafsson AK landar í Neskaupstað en töluvert þarf að hafa fyrir veiðinni.


Samningurinn tekur gildi um áramótin og tryggir óbreytt tollkjör vegna vöruviðskipa við Bretland.


Enn tefst „önnur“ afhending á dráttarbátnum Magna


Atvinnuveganefnd veltir fyrir sér skýrslu um útflutning á óunnum fiski


Sjómenn finna langflestir fyrir sjóveiki og fylgikvillum hennar


Fyrirsjáanleg niðurstaða orðin að veruleika


Blængur sendur til að klára íslenska kvótann í rússnesku lögsögunni


Skip Samherja héldu til hafnar í var en áhafnirnar komust ekki í land vegna sóttvarnarráðstafana.


Ýmis stór verkefni á teikniborði Vegagerðarinnar, þar á meðal á Ísafirði, Grundarfirði, Djúpavogi og Seyðisfirði.


Úttekt á jafnlaunakerfi Síldarvinnslunnar fór fram í síðustu viku. Þetta er þriðja úttektin af þessu tagi sem Síldarvinnslan fer í gegnum.


Skipin sem munu taka þátt í fyrirhuguðum mælingum eru Kap, Jóna Eðvalds, Ásgrímur Halldórsson og grænlenska skipið Ilvid. Þrír sérfræðingar frá Hafrannsóknastofnun verða um borð í hverju skipi.


Samkvæmt stofnmælingu haustið 2020 mældist rækjustofninn í Skjálfanda undir skilgreindum varúðarmörkum.


Upphafsráðgjöfin hærri en síðast vegna þess hve mikið fannst af ungloðnu í haustleiðangri Hafró.


Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi styrkja úthald fjögurra skipa í allt að 24 daga svo hægt sé að stunda loðnurannsóknir í desember
SKIPASKRÁ /