þriðjudagur, 18. janúar 2022
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

ágúst, 2020

Í skipi rússnesku útgerðarinnar RK Lenin verða meðal annars 50 vindur og stjórnkerfi frá Naust Marine.


Síldarvinnslan hf. fjallar um sögu loðnuveiða hér við land og segir menn halda fast í vonina um að hún snúi aftur eftir tvö loðnuleysisár.


Damen Shipyard klúðrar smíði nýs dráttarbáts Faxaflóahafna. Það sem gera þarf við fyllir langan lista og sumt einfaldlega vantar í bátinn, eins og loftræstikerfi í brú bátsins. Damen tekur fulla ábyrgð og lengir ábyrgð um helming.


Guðmundur í Nesi er það skip sem fær mestu aflamarki úthlutað eða 13.714 þorskígildistonn - sem er um 3.000 tonnum meira en í fyrra.


Makrílveiði smábáta lítil sem engin á vertíðinni enda lítið af makríl við landið.


Tvö af skipum Síldarvinnslunnar landa erlendis þar sem veiðin er umfram afkastagetu fiskiðjuversins í Neskaupstað.


Markaðsherferð til að hámarka virði og auka vitund um íslenskar sjávarafurðir - „Merry fishmas!“


Mikið er spurt um að komast í skipsrúm á Blængi. Skipstjóri segir að greinilegt sé að það þrengi að hjá mörgum.


Lífmassavísitala makríls hækkar um 7% milli ára en á hafsvæðinu við Ísland lækkar hún um 72%


Öll skip íslenskra kaupskipaútgerða eru nú skráð erlendis. Breytt lagaumhverfi á að breyta þessu. Fyrir þrjátíu árum sigldu nærri 40 kaupskip undir íslenskum fána.


Eskja á Eskifirði byggir frystigeymslu sem mun leysa af hólmi geymslur í heimabyggð og á fleiri stöðum - sem er hagkvæmt og skilvirkt.


Vélaframleiðandinn Yanmar Holdings og dótturfélag þess,  Yanmar Power Technology, hafa hafið þróun á efnarafal (e. fuel cell) til notkunar um borð í skipum. Aflrásin byggir á sömu lögmálum og efnarafalar í bílum. Þróun búnaðarins er liður í þeirri viðleitni að gera aflrásir skipa og báta umhverfismildari.


Í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað starfa um 100 manns á makrílvertíðinni. Unnið er á þrískiptum 12 tíma vöktum og á hverri vakt starfa 27 beint við framleiðsluna.


Útflutningsverðmæti makríls Norðmanna snarfalla.


Fiskvinnslan Íslandssaga er partur af klasasamstarfi á Vestfjörðum.


Starfsfólkið í nýju landvinnslunni á Dalvík að tileinka sér nýja tækni og aðlagast húsinu smám saman.


Skip Síldarvinnslunnar halda áfram samstarfi við makrílveiðarnar í Síldarsmugunni.


Strandveiðar sumarsins hafa verið stöðvaðar en óskastaða smábátasjómanna hefði verið veiðar í september.


Skipasmíðastöð Njarðvíkur, Reykjanesbær og Reykjaneshöfn undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um uppbygginu hafnar- og upptökumannvirkja í Njarðvík. Skipaþjónustuklasi er markmiðið. Mörg hundruð störf gætu skapast gangi verkefnið vel.


Vigri RE með rúm þúsund tonn upp úr sjó í síðasta túr sem er fullfermi.


Gríðarleg vonbrigði, segir á vef Landssambands smábátaeigenda


Beitir NK kom með 1.730 tonn af makríl til Neskaupstaðar í morgun.


Responsible Foods tvöfaldar framleiðslugetuna.


Hafrannsóknastofnun rannsakar ástand sjávar fjórum sinnum á ári.


Íslendingar eigi að vera leiðandi á heimsvísu, ekki bara í veiðum og vinnslu heldur í eftirliti sem jafnframt styrkir markaðsvægi íslensks sjávarútvegs. Strax í haust er stefnt á tilraunaverkefni með myndavélaeftirlit.


Togarinn Helga María AK hefur lokið verkefnum við Grænland og er kominn á veiðar við Ísland.


Nýtt hátæknivinnsluhús Samherja á Dalvík tekið í notkun. Heildarfjárfesting nemur um sex milljörðum króna og er um helmingur fjárfestingarinnar vegna tækja og hugbúnaðar.


Búið að ganga vel á netabátnum Maroni GK, að sögn skipstjórans Birgis Sigurðssonar.


Fiskveiðiárinu er að ljúka og því þarf að leita uppi ýmsar tegundir sem ekki er sótt í alla jafna. Þá gengur á ýmsu, að sögn skipstjórans á Bergey VE.


Afli Höfrungs III upp úr sjó í síðasta túr var 331 tonn, sem millilandað var í Reykjavík eftir fyrri hluta túrsins, og svo 391 tonn eða rúmlega 720 tonn alls.


Færeyinginn Óli Samró þekkja margir hér á landi, ekki síst eftir að hann gaf út bókina sína Fiskveiðar – fjölbreyttar áskoranir. Hún kom út á færeysku árið 2016 og í íslenskri þýðingu árið eftir. Í þeirri bók eru teknar saman upplýsingar um fiskveiðistjórnun um heim allan og mismunandi stjórnkerfi fiskveiða borin saman.


Siggeir Pétursson stökk inn í afleysingar á skemmtiferðaskipinu Særúnu á Stykkishólmi á dögunum. Siggeir hefur undanfarin 15 ár búið og starfað í Brasilíu en flúði kófið þar og stundar nú strandveiðar meðfram skipstjórn á Særúnu.


Um helmingur makrílkvótans er kominn í hús.


Gísli Unnsteinsson hefur undanfarin fimm ár verið skipstjóri í Noregi og segir að þar noti flestir sem eru á handfærum svokallaðar öngulvindur, sem draga inn slóðana.


Norðmenn sjá fram á metsöluverðmæti


Anna Heiða Ólafsdóttir var leiðangursstjóri í uppsjávarleiðangri á hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni þar sem togað var fyrir makríl, gerðar bergmálsmælingar á kolmunna og síld, miðsjávarlífríkið kannað og ástand sjávar mælt.


Stefna að því að hefja farþegasiglingar milli Þorlákshafnar og Evrópu


17% minni afli á árinu 2019 en aflaverðmæti 13,4% hærri


Verkunin gengur glimrandi


Vinnsla hefst á Seyðisfirði á föstudag


Gangan komin í færeyska lögsögu


Hljóðlaus og gengur 50 hnúta


Fjögur ný skip væntanleg 2022


Skorinn niður í 50 hluta


Bátasafn Gíms Karlssonar hefur verið til sýnis í vestursal Duus húsa síðan 2002. Nú á að færa safnið yfir í annan sal og tengja bátana betur útgerðarsögunni og sýna þróun íslenskra báta.


Verkefnastjórn um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni telur nauðsynlegt að leita nýrra leiða við eftirlit og auka samvinnu við greinina.
SKIPASKRÁ /