þriðjudagur, 18. janúar 2022
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

nóvember, 2021

Viðey fékk góðan afla á Dohrn-banka og allt stórþorskur. Veiðin þar skilaði 15-16 tonnum af lifur, sem er til marks um stærð fiskjarins sem var troðinn af loðnu.


Stjórnvöld í Perú hafa gefið út rúmlega tveggja milljóna tonna kvóta fyrir veiðar á ansjósu á komandi vertíð.


Austurfrétt segir frá því að Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, hefur heimilað loðnuveiðar með flottrolli úti fyrir Norðurlandi.


Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur birt upphafsráðgjöf um veiðar á loðnu á vertíðinni 2022/23.


Fisherman, Klofningur, Íslandssaga, IS47, Hábrún og Íslensk Verðbréf skrifa um staðsetningu laxasláturhúss á Vestfjörðum.


Danski veiðarfæraframleiðandinn Cosmos Trawl, dótturfyrirtæki Hampiðjunnar, hefur hannað og þróað nýja gerð fiskaskilju sem vonir eru bundnar við.


Norebo samstæðan stækkar enn.


Nefnd fengin til að kortleggja áskoranir og tækifæri, finna leiðir til að auka gegnsæi og meta hverju byggðapottar skila til stuðnings atvinnulífs í landsbyggðunum.


Barnamenningardögum í Fjallabyggð er nýlokið. Yfir sextíu krakkar heimsóttu Síldarminjasafnið á Siglufirði.


Ólafur Ástgeirsson, bátasmiður frá Vestmannaeyjum, smíðaði á sinni tíð yfir 400 báta. Ólafur, eða Óli í Bæ, var fimm barna faðir og meðal afkomendanna eru Ási í Bæ og Kristinn R. Ólafssonar útvarpsmaður.


Við fiskeldi í sjókvíum myndast úrgangur sem einnig má líta á sem umframnæringu. Þessa næringu má nýta til að rækta þara og krækling og fleira í nálægð við kvíarnar. Lagarammann vantar þó.


Sjávarútvegsráðstefan - þrjú ár á milli ráðstefna.


Nautic er að hanna fimm báta fyrir rússneska útgerð sem notaðir verða við veiðar í Afríku. Þeir verða með tvinnaflrás, þ.e. dísilvél og rafmótor og jafnvel brunahreyfil sem geti brennt metanóli því án nokkurrar losunar gróðurhúsalofttegunda.


Deilur um veiðar á Svalbarðasvæðinu eru í hnút.


Verkefnastaða Slippsins Akureyri hefur verið góð undanfarna mánuði og ljóst að sú staða mun haldast fram á næsta ár. Afhendingartími á aðföngum er mun lengri en áður og því skipulag verkefna til lengri tíma afar mikilvægt.


Fiskkaup í Reykjavík fær nýtt skip


Veður hefur veruleg áhrif á aflabrögð þessa daga og vikur. Friðleifur Einarsson, skipstjóri á Helgu Maríu, segir að áður fyrr hafi sjómenn mátt eiga von á hverju sem er en veðurspár dagsins í dag gangi yfirleitt fullkomlega eftir.


Hoffellið í síld vestur af Reykjanesi. Þrjú önnur skip á miðunum.


Eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki heims valdi WiseFish hugbúnaðinn og Microsoft Dynamics frá íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Wise.


Breytingar á veiðiskap norskra útgerða.


Haft er á orði að það kæmi sér vel að stækka trollsvæðið svo hægt væri að veiða loðnu sem skipin hafa þó fundið.


Kræklingaeldi í Danmörku.


Frystitogarinn Tómas Þorvaldsson GK 10 að klára mettúr. Aflaverðmætið er um 323 milljónir.


Fínustu lóðningar sjást en holin hafa hins vegar skilað minna af síld en væntingar standa til.


Heildarframlag ríkisins vegna samningsins nemur 355 milljónum króna eða um 71 milljónum króna á ári.


Orkustofnun rýnir í framtíðarorkugjafa íslenskra fiskiskipa.


Hið Norðlenzka Styrjufjelag í Ólafsfirði keypti stofninn af Stolt Sea Farm.


Kvarnir úr loðnulirfum sendar til Kanada til rannókna.


Fiskifréttir
19. nóvember 2021

Úrbóta er þörf!

Uppsjávarveiðar í Norðaustur-Atlantshafi.


Á aðalfundi LS var mikil samstaða um að efla línuívilnun. Jafnframt ályktaði fundurinn að framvegis myndi línuívilnun nefnd umhverfisívilnun.


Tilraunir með þararækt í Patreksfirði


SFS segir svæðistengingu deilistofna ekki eina viðmiðið.


Loðnulóðningar víða úti fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi.


Nýtt mat á stofnsstærð landsels við Ísland og veiðiráðgjöf


Rúmlega þrjátíu skip, flest frá Japan og Suður-Kóreu, hafa undanfarnar vikur stundað bláuggatúnfiskveiðar í Norður-Atlantshafi, rúmlega 200 sjómílur suður af Vestmannaeyjum. Skipin gætu verið nærri fimmtíu sólarhringa að sigla af veiðislóð til heimahafnar. Veiðin er sögð góð. Kvóti Íslands var 180 tonn í fyrra. Frá þessu segir á heimasíðu Samherja, www.samherji.is. 


Dagur íslenskrar tungu - Brim vekur athygli á því hversu mörg orðasambönd í nútímamáli eiga uppruna sinn í gamla sjómannasamfélaginu.


Skip Síldarvinnslunnar hafa fundið loðnutorfur á Halanum. Togarasjómenn greina frá því að fiskur sé troðinn af loðnu.


Aflinn í síðasta túr Vigra RE var 1.070 til 1.080 tonn upp úr sjó.


Fiskifréttir
16. nóvember 2021

Gildistöku frestað

Hertar innflutningsreglur Bandaríkjanna


Íslenska sjávarútvegssýningin ekki alveg fjarverandi í haust - netútgáfa sýningarinnar hefst á morgun.


Nýjar aðferðir við að meta fæðunám hvala


Greining Íslenska sjávarklasans -vinnsla hliðarafurða og verðmætasköpun úr þorski.


Fiskifréttir ræddu við Steven Campana og Steingrím Jónsson um breytingar í hafinu og áhrif þeirra á lífríkið og fiskistofna.


Fjögur ár eru síðan Björg EA kom til heimahafnar í fyrsta sinn. Þrjú systurskip fylgdu stuttu síðar og hafa öll reynst afar vel.


Ísfélagið í Vestmannaeyjum undirbýr loðnuvertíð með kaupum á uppsjávarskipinu Ginneton. Skipið mun bera nafnið Suðurey VE 11.


Starfsemin verður eftir sem áður í Hafnarfirði og megináhersla lögð áfram á ýsuvinnslu fyrir Bandaríkjamarkað. Stefnt að því að styrkja fiskvinnslu innanlands.


Hrafn Sveinbjarnarson GK gerði góðan síðasta túr fyrir slipptöku.


Bátasmiðjan Trefjar afhenda bát til Noregs.


Aflinn 860 tonn í síðasta túr að verðmæti 310 milljónir.


Skömmu eftir brottför í morgun urðu menn þess varir að sjór tók að flæða inn í skipið.


Styttist í afhendingu á nýjum Baldvini Njálssyni.


Útflutningsverðmæti á fyrstu 9 mánuðum ársins.


Á miðvikudag hélt Vestmannaey frá Neskaupstað til Reykjavíkur þar sem viðgerð mun fara fram.


Séu afleidd störf talin með, starfa 93.600 manns innan norsks sjávarútvegs.


Togarinn Gullver festi í gömlu skipsflaki. Endurheimtu trollið eftir mikið bras. Voru vaktaðir af erlendu herskipi á meðan trollið var slægt upp. Með trollinu kom brak og veiðarfæri. Gæslan og lögregla yfirfóru allt sem upp kom.


Undanfarin ár hefur sala á íslenskum fiskmörkuðum haldist í kringum 100.000 tonn á ári, en varð mest 116.000 tonn árið 1996.


Matís, Síldarvinnslan í Neskaupstað og Háskóli Íslands vinna saman að nýtingu rauðátu úr meltingarvegi makríls.


Kræklingarækt hefur lagst af í landinu.


Varðskipið kemur til Siglufjarðar í dag í fylgd varðskipsins Týs, þyrlu Landhelgisgæslunnar og björgunarskipsins Sigurvins.


Enn meiri orkunýting í fiskimjölsverksmiðju Loðnuvinnslunnar


Öryggis- og tryggingamál sjómanna voru sérstaklega til umfjöllunar á þingi Sjómannasambands Íslands sem fram fór á fimmtudag og föstudag. Er til þess tekið að öryggismálin eru sjómönnum og fjölskyldum þeirra afar hugleikin og svo hefur alltaf verið.


Stjórn Sjávarútvegsráðstefnunnar hefur ákveðið að fresta ráðstefnunni sem halda átti 11.-12. nóvember nk. þar til í janúar 2022.


Skipstjórinn á Bjarna Ólafssyni AK telur nauðsynlegt að hefja loðnuveiðar sem fyrst eigi úthlutaður kvóti vertíðarinnar að nást. Veður er einn stærsti óvissuþáttur loðnuveiða næstu vikurnar.


Þungt hljóð í forystumönnum sjómanna að loknu þingi Sjómannasambands Íslands.


Framhaldsviðræður strandríkjanna um makríl, síld og kolmunna verða haldnar upp úr áramótum, í von um að þá takist loksins að ná samkomulagi um skiptingu veiðanna.


Polar Amaroq á kolmunnaveiðum milli Færeyja og Íslands.


Síldin ágætlega haldin og engin merki um sýkingu.


Nær hvergi er súrnun sjávar hraðari en í hafinu norður af Íslandi.


Á fyrstu 9 mánuðum ársins er útflutningsverðmæti loðnuafurða komið í tæplega 21 milljarð króna.


Það er vöruflutningaferjan M/V Akranes sem mun þjónusta nýju áætlun fyrirtækisins.


Skipstjórar hyggja að veiðum á loðnu og íslenskri sumargotssíld.


Helga María AK landaði tæplega 150 tonna afla eftir síðustu veiðiferð.
SKIPASKRÁ /