þriðjudagur, 18. janúar 2022
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

desember, 2021

Steven Campana hefur lengi helgað sig því að auka þekkingu okkar á hákörlum og lífsháttum þeirra. Hann segir margt enn á huldu en talsvert hafi þó áunnist.


Allt bendir til þess að áhöfnin á Viðey RE hafi sett Íslandsmet á árinu. Veiðin er komin yfir 10.000 tonn og aflaverðmætið á þriðja milljarð króna. Mokveiði á Halanum af góðfiski í síðasta túr ársins milli hátíða.


Vegna óvissu um málarekstur vegna fjárhagslegra uppgjöra sem tengjast rekstri í Namibíu. Af þessum ástæðum gerir stjórn Samherja Holding ehf. í skýrslu sinni fyrirvara um uppgjör þess félags sem annaðist starfsemina þar í landi.


Sú ákvörðun var tekin árið 2018 að Framtakssjóður Íslands afhenti ríkissjóði vörumerkið ICELANDIC til varðveislu og nýtingar í þágu íslensku þjóðarinnar. Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður Icelandic, telur að nýting þess feli í sér mikla möguleika.


Fiskifréttir
29. desember 2021

Flýgur fiskisagan

Vélfag er eitt þeirra íslensku tæknifyrirtækja sem hafa risið og dafnað innan bláa hagkerfisins og sett mark sitt á vinnslutækni í sjávarútvegi hvort sem er til lands eða sjávar.


Kynna áform um öflugt þorskeldi í Noregi


Örfirisey RE fékk 800 tonn upp úr sjó í síðasta túr ársins að verðmæti 330 milljónir. Þór Þórarinsson skipstjóri ætlar í land eftir um 50 ár á sjó.


Polar Ammassak og Polar Amaroq hafa verið að loðnuveiðum yfir jólin og fengu góðan afla í gær. Nú er bræla skollin á og ekkert veiðiveður fyrr en á morgun.


Elvar H. Hallfreðsson fiskifræðingur hefur starfað hjá Hafrannsóknastofnun Noregs tólf undanfarin ár við ráðgjöf. Hans sérsvið snýst um djúpsjávarfiska og brjóskfiska og hann er ábyrgur fyrir ráðgjöf um tvo stofna, þ.e. gulllax og grálúðu.


Frumvarp um eftirlit, viðurlög, tengda aðila og annað er lýtur að starfsemi Fiskistofu er á þingmálaskrá nýrrar ríkisstjórnar og verður lagt fram í janúar.


Það er góð dægrardvöl að líta við á fiskbásunum á mörkuðum á Spáni. Tíðindamaður leit við á markaðnum í Benalúa í Alicante og kenndi þar ýmissa grasa. Margt framandi en annað kunnuglegra.


Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Moskvu, segir fjölmörg önnur tækifæri framundan í Rússlandi og öðrum nágrannaríkjum sem tilheyra sendiráðinu.


Kostuleg saga strands barkskipsins Jamestown hefur verið skráð. Þar heldur á penna Halldór Svavarsson sem hefur grúskað í sögu skipsins undanfarin ár.


Þór Magnússon, fyrrverandi Þjóðminjavörður, reyndi á sínum tíma að gera átak í varðveislu sjóminja. Hann segir mikilvægt að vanrækja ekki þennan þátt í sögu okkar.


Fiskifréttir óska lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs.


Vatnslitamálarinn Mathilde Morant hefur á síðustu árum gert sér ferð að flestum vitum landsins til þess að mála af þeim myndir. Erfitt er að komast að síðustu tuttugu vitunum, en hún vonast til þess að klára verkið að mestu næsta sumar.


Árni Friðriksson skrifaði um hlýnun og breytingar í hafinu árið 1949 og benti þar á eitt og annað sem hljómar kunnuglega.


Ísleifur VE í sinni annarri loðnulöndun.


Polar Ammasak kom til Neskaupstaðar í fyrrinótt til að taka veiðarfæri hjá Hampiðjunni en það mun halda til loðnuveiða á morgun. Skipið var áður í eigu Síldarvinnslunnar og bar nafnið Beitir á árunum 2013-2015.


Togarinn Cuxhaven NC 100 er að landa um 400 tonnum af afurðum á Akureyri.


Stakkavík í Grindavík hefur pantað bát


Helga María AK í fínni veiði í síðasta túr fyrir jól og landaði 110 tonnum eftur fjóra daga höfn í höfn. Uppistaðan þorskur. Fara aftur út á milli jóla og nýárs.


Blængur NK úr 40 daga túr í Barentshafinu.


Eftirlitsáform í Kattegat.


Vinnsla á loðnu í fiskimjölsverksmiðjum Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og á Seyðisfirði hefur gengið vel til þessa. Vinnslu lýkur fyrir jól og hefst aftur eftir áramót.


Hinar árlegu samningaviðræður við Færeyjar


Hafrannsóknastofnun hefur tekið saman helstu niðurstöður stofnmælingar botnfiska að haustlagi en leiðangurinn fór fram dagana 4. október til 3. nóvember 2021.


Síldarvinnslan í Neskaupstað


Enginn erfðafræðilegur munur reyndist á milli humars í Breiðamerkurdjúpi suðaustur af Íslandi og humra á Porcupine Banka djúpt vestur af Írlandi.


Stóraukinn út- og innflutningur frá Þorlákshöfn.


Fiskkaup með nýja Kristrúnu til grálúðuveiða.


Hafrannsóknastofnun telur nauðsynlegt að hætta veiðum á humri næstu tvö árin - 2022 og 2023. Afli á sóknareiningu árið 2021 var sá minnsti frá upphafi og hefur lækkað samfellt frá hámarkinu árið 2007.


Skinney - Þinganes hefur skrifað undir samning um smíði á nýju uppsjávarskipi. Áætluð afhending skipsins er í apríl 2024.


Þriðja löndun Háeyjar I ÞH 295.


Rúnar L. Gunnarsson skipstjóri er nýkominn úr sínum síðasta túr á Gullver NS. Hann hefur haldið tryggð við skipið síðan 1983 en nú segist hann hættur á sjó.


Smíði og notkun súðbyrðinga, hefðbundinna norrænna trébáta, er komin á skrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) yfir óáþreifanlegan menningararf.


Landhelgisgæslan stöðvaði för erlends flutningaskips sem var á leið til hafnar í Reykjavík í gærmorgun.


Voru frá veiðum í vikutíma vegna smits hjá sex úr áhöfn.


Svo gæti farið að minna verði boðið upp af fiski á Fiskmarkaði Vestmannaeyja, m.a. í kjölfar kaupa Vinnslustöðvarinnar á fiskvinnslufyrirtækinu Hólmaskeri í Hafnarfirði. Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaupin.


Tveir aldnir frá Kalíningrad skila tekjum.


Faxaflóahafnir gera ráð fyrir 12 milljarða fjárfestingu næstu 5 árin.


Nýr Baldvin Njálsson GK - Áætlaðar veiðar á fullum afköstum strax eftir áramót.


Landsvirkjun stöðvar afhendingu á raforku til fiskimjölsverksmiðja.


Ísfélagið í Vestmannaeyjum styrkir uppsjávarveiðiflota sinn.


Aðalvél Kap VE ekki komin í lag en siglt heim til Vestmannaeyja til frekari viðgerða eftir stutt stopp á Akureyri.


Ýmis stórverkefni fram undan í nýframkvæmdum í höfnum, viðhaldsverkum og umfangsmikilli rafvæðingu vegna orkuskipta.


Börkur NK að landa 2.900 tonnum í fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði.


Stór hluti loðnuflotans úti fyrir Langanesi.


Vilhelm Þorsteinsson býr sig undir loðnuveiðar.


Fram kemur í nýrri skýrslu að þrátt fyrir að rafhlöður séu ávallt besti kosturinn í nýtingu á hreinni orku, þá muni þær fyrst og fremst nýtast þar sem vegalengdir eru stuttar. Þegar kemur að stærri skipum verði útgerðir þeirra að reiða sig á rafeldsneyti.


Alls er óvíst hvenær Bergey kemst aftur á veiðar.


Aðalvél loðnuskipsins Kap VE bilaði þegar skipið var á loðnumiðum fyrir norðaustan landið í gær. Ísleifur VE tók skipið í tog og vel gekk að komast til hafnar á Akureyri.


Brim hf. með nýtt verkefni á teikniborðinu.


Víkingur AK kom með 2.100 tonn af loðnu til Vopnafjarðar í morgun. Önnur skip Brims, Venus og Svanur, eru komin með góðan afla og hyggja á löndun.


Bjarni Ólafsson AK með 1600 tonn til hafnar. Loðnuflotinn byrjaður að kasta eftir bræluna og Síldarvinnsluskipin strax með góðan afla.


Vísindamenn við þekkingasetur umhverfismála, fiskveiða og fiskeldis í Bretlandi, Cefas, segja að uppskera og vinnsla á sjávarþangi muni aukast enn frekar á komandi árum.


Einungis tvær mjöl- og lýsisverksmiðjur eftir í rekstri í Danmörku.


Hafnar eru viðræður milli Ríkiskaupa og þriggja spænskra skipasmíðastöðva á grundvelli samkeppnisútboðs um smíði á nýju hafrannsóknaskipi fyrir Hafrannsóknastofnun á grunni forhönnunar íslensku skipaverkfræðistofunnar Skipasýnar.


Fékkst í færeyskri lögsögu. Haldið verður næst til loðnuveiða.


Að sögn Eríks Jónssonar, skipstjóra á Akurey AK, hafa íslenskir skipstjórar lengi haft augastað á veiðum á Dohrn-banka. Það var hins vegar Ásgeir Páls­son, skip­stjóri á Björg­vin EA, sem lét á það reyna og árangurinn ævintýralegur.


Skoðanaskipti eru gagnleg, jafnvel þótt þær skoðanir sem skipst er á séu innihaldslausar.


Nærri níu milljarðar greiddir til sjávarútvegs og fiskeldis.


Ásgeir Pálsson, skipstjóri á Björgvin EA, segir aflabrögð á Dohrn-banka einstaklega góð, en það var hann sem fyrstur lét reyna á veiðar þar. Þar hefur fjöldi skipa verið í moki en miðin liggja djúpt út af Vestfjörðum. Þar eru válynd veður og hafís.


Smíði hafin á fyrsta björgunarskipi Landsbjargar.


Bjarni Herrera og hans teymi hafa verið ráðgjafar Brims við útgáfu svonefndra grænna og blárra skuldabréfa, en þetta er líklega fyrsta útgáfa af þessu tagi á heimsvísu hjá sjávarútvegsfyrirtæki.


Sjávarútvegsráðherra heimilar loðnuveiðar í flotvörpu.


Viðey fékk góðan afla á Dohrn-banka og allt stórþorskur. Veiðin þar skilaði 15-16 tonnum af lifur, sem er til marks um stærð fiskjarins sem var troðinn af loðnu.


Stjórnvöld í Perú hafa gefið út rúmlega tveggja milljóna tonna kvóta fyrir veiðar á ansjósu á komandi vertíð.
SKIPASKRÁ /