sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

febrúar, 2021

Beitir NK væntanlegur í kvöld með tvö þúsund tonn af hrognaloðnu.


Venus NS með 500 tonn úr Breiðafirði


Á árunum 2011 til 2019 veitti Rannís samtals 2,5 milljarða króna í styrki til sjávarútvegstengdra verkefna.


Í marsralli 2019 hóf Hafrannsóknastofnun aftur merkingar á þorski eftir nokkurt hlé. Í ár er stefnt að merkingum á þorski á Vestfjarðamiðum og úti fyrir Norðurlandi.


Meðal þess sem skoðað er í tengslum við verkefnið eru breytingar á útbreiðslu og gönguhegðun loðnunnar.


Hrognatakan næst á dagskrá


Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur skipað fyrstu stjórn Fiskeldissjóðs.


Áhöfnin á Sigurði VE reyndi fyrir sér á spærlingsveiði í byrjun árs. Um var að ræða tilraunaveiðar í samráði og með leyfi Hafrannsóknastofnunar. Eftirtekjan var um 120 tonn af hreinum spærlingi. Óvíst er hvort framhald verði á veiðunum.


Auðlindarentan dreifist á milli greinarinnar, ríkisins og kvótasala.


Innviðaskýrsla Samtaka iðnaðarins varpar ljósi á að margt þarf að gera til að koma höfnum landsins í ásættanlegt horf.


Tilraunavinnsla á laxaflökum hafin hjá Búlandstindi.


Uppsjávarskipið Hardhaus kom til Vestmannaeyja í hádeginu á þriðjudag. Ísfélagið keypti af norskri útgerð.


Styttist í hrognavinnslu hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað.


Hafrannsóknakipið Bjarni Sæmundsson og grænlenska uppsjávarskipið Polar Amaroq hafa verið að svipast um eftir loðnu í vikunni.


Endanlega hefur nú verið gengið frá kaupum BAADER á meirihluta hlutafjár í Skaganum 3X. Upphaflega var greint frá kaupunum 29.október 2020.


Ísfélagið keypti af norskri útgerð og hefur nú þrjú uppsjávarskip til reiðu.


Geir Zoëga skipstjóri á Polar Amaroq fann mikið af loðnu í Jökuldýpinu. Telur hann nokkur hundruð þúsund tonn vera í einni torfu og er við mælingar á henni.


Ný reglugerð bannar viðskipti með krókaaflamark í þorski í skiptum fyrir loðnu á skiptimarkaði Fiskistofu.


Leyfilegur heildarafli á langreyði og hrefnu á árunum 2019 - 2023 skal nema þeim fjölda dýra sem kveðið er á um í veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.


Ígulkerin skildu eftir sig eyðimörk í hafinu.


Enginn sjómaður lést við störf á árinu 2020 og er það fjórða árið í röð sem svo háttar til. Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna, fagnar þessari niðurstöðu.


Nýsköpunarfyrirtækið Hefring ehf. var stofnað til að þróa leiðbeinandi snjallsiglingakerfi. Fyrirtækið hefur nú hafið samstarf við stórfyrirtæki eins og Garmin um þróun tæknilausna og stefnir á þróun á siglingakerfi fyrir sjálfsiglandi sjóför.


Sitt sýnist hverjum um grásleppufrumvarp


Skráning Síldarvinnslunnar í Kauphöll í farvatninu.


Matvælastofnun minnir á mikilvægi hreinlætis.


Jón Gunnar Sigurjónsson yfirverkstjóri í fiskiðjuverinu gerir ráð fyrir að framleiðsla á loðnuhrognum hefjist um mánaðamótin. Loðna veiðist við Vestmannaeyjar og hennar verður líka vart fyrir norðan land.


Norska loðnuskipið Rav kom til Neskaupstaðar á mánudaginn í síðustu viku með illa rifna loðnunót. Unnið var myrkrana á milli í nýju verkstæði Hampiðjunnar og skipið komst fljótlega til veiða aftur.


Merkar rannsóknir á afkvæmum steypireyðar og langreyðar.


Skipstjórarnir á Vestmannaey og Bergey eru sammála um að ýsa sé um allan sjó; allt í kringum landið. Kvótinn sé ekki í neinu samhengi við hversu mikið er af ýsu og skip þurfi að flýja undan ýsuveiði vegna kvótaleysis.


Kap VE kom á mánudagskvöld með fyrsta loðnufarminn sem landað hefur verið í Vestmannaeyjum í tvö ár.


17% hrognafylling og lítil áta


Venus NS að koma til hafnar á Vopnafirði með sinn fyrsta loðnufarm.


Ekta Japansloðna með allt að 14% hrognafyllingu.


Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson lagði í gær af stað í árlegan vetrarleiðangur til athugunar á ástandi sjávar.


„Reyndar er það svo að við erum á hálfgerðum flótta undan ýsunni því það virðist vera ýsa alls staðar þar sem trolli er dýft,” segir Leifur Einarsson, skipstjóri á Helgu Maríu RE.


Uppsjávarskip Síldarvinnslunnar, Börkur og Beitir, héldu til loðnuveiða í gær og hafa samstarf um veiðarnar.


Norðmenn uggandi yfir markaðsaðstæðum með þorsk


Óvenju mikil áhersla var lögð á loðnuleit Hafrannsóknastofnunar í vetur, enda miklir hagsmunir í húfi. Auk hefðbundinna aðferða við loðnuleit er verið að þróa nýja aðferð sem byggir á því að finna erfðaefni loðnunnar í sjónum.


Hátt verð sem norsk og færeysk fyrirtæki hafa verið að greiða fyrir loðnu af Íslandsmiðum hefur vakið athygli.


Ráðherra afturkallaði fyrri ákvörðun um að línuívilnun falli niður frá og með deginum í dag.


Áhöfnin á Þór og eftirlitsmenn Fiskistofu fóru um borð í loðnuskip í vikunni. Norðmenn langt komnir með sinn kvóta.


Mun áfram gegna ráðgjafastörfum fyrir Samherja og veita hlítingarnefnd félagsins forstöðu.


Þrír fulltrúar japansks loðnukaupanda fylgjast grannt með hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað og þeirra á meðal er Takaho Kusayanagi. Hann segir að fyrirtæki í Japan hafi lent í vandræðum vegna loðnubrests síðustu ára.


Verkefnastaðan er góð hjá okkur eins og er, en þó er svigrúm til að bæta við verkefnum,” segir Ólafur Ormsson sviðsstjóri skipaþjónustu Slippsins á Akureyri.


Norðmenn hafa veitt tæplega helming af loðnukvóta sínum.


Fylgst var með veiðum úr dróna og gerð athugasemd við að þremur tindabikkjum var hent í hafið. Kristinn Guðmundsson spyr hvers konar ríki hann býr í.


Álagningin árið 2020 nam tæpum 4,8 milljörðum króna, en var 11,3 milljarðar árið 2018 og 6,6 milljarðar árið 2019.


Í fyrstu verður flutningur á ferskum laxi frá Færeyjum og Íslandi í fyrirrúmi en líklegt er að hvítfiskur og fleiri vörur bætist við á næstu misserum.


Heildaraflinn í veiðiferðinni var tæp 650 tonn.


Umbúðamiðlun í átaki vð að endurheimta eignir sínar.


Norskir loðnubátar hófu landanir í Neskaupstað á laugardaginn - íslensku skipin fara ekki á veiðar fyrr en hægt er að vinna loðnu á Japansmarkað og unnt að vinna hrogn úr loðnunni.


Hafrannsóknastofnun hefur hætt við að nota umreikning á upplýsingum úr afladagbókum við ráðgjöf um grásleppuveiðar.


Rannsóknastofnanir í Noregi og á Íslandi hafa merkt makríl síðan 2011


Sjómenn og landvinnslan í Noregi gætu staðið frammi fyrir talsverðum vanda nú þegar stjórnvöld þar í landi hafa því sem næst lokað landamærum landsins í sóttvarnaskyni.


Síðan 2003 hefur staðið yfir kerfisbundin vöktun á óæskilegum efnum í ætum hluta sjávarfangs. Vegna fjárskorts lá vöktunin þó niðri um hríð og ekki hefur verið hægt að leita eftir öllum efnum.


Í tilefni 60 ára afmælis Síldarvinnslunnar ákvað Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað (SÚN) að gefa fyrirtækinu líkan af skuttogaranum Bjarti í afmælisgjöf. Það var afhent Síldarvinnslunni í gær og er frá hendi Norðfirðingsins Ingu Höskuldsdóttur.


Ráðherra metur loðnukvótann til um 20 milljarða í útflutningstekjum. Hafrannsóknastofnun mun ekki fara til mælinga að nýju að óbreyttu en mun fylgjast með fréttum af miðunum og bregðast við ef vísbendingar koma um nýjar loðnugöngur.


Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuafli vertíðarinnar verði rúmlega helmingi hærri en fyrri ráðgjöf sem var 61.000 tonn.


Umhverfismati lokið vegna eldis Arctic Fish í Ísafjarðardjúpi. Vinna við umhverfismatið og undirbúning eldisins hefur staðið yfir í tæpan áratug.


Gangi allur undirbúningur eftir er stefnt að skráningu á fyrri helmingi þessa árs, segir forstjóri Síldarvinnslunnar.


Við umræður á Alþingi um byggðapottafrumvarpið sagði formaður atvinnuveganefndar mjög brýnt að auka aflaheimildir í strandveiðar. Það sé í raun og veru það eina sem stendur út af. Frumvarpið er nú hjá atvinnuveganefnd.


Loðnuleiðangri átta skipa lokið og útreikningar standa yfir. Nokkur norsk skip hafa hafið veiðar og fleiri á leiðinni á miðin.


Stór og fallegur þorskur fékkst í síðsta túr Akureyjar AK en skipstjórinn segir að það hafi ekki verið mikið af loðnu í fiskinum á því svæði.


KAPP afhendir krapakerfi fyrir rússneska útgerð.


Stofnstærð hlýra er í sögulegu lágmarki að mati Hafrannsóknastofnunar


Ísfisktogararnir Gullver NS, Vestmannaey VE og Bergey VE eru allir að landa fullfermi í dag


Vinnslustöðin átti fyrir 48% hlut en á nú félagið allt og hyggst starfrækja það áfram í óbreyttri mynd.


Fyrstu loðnunni í nærri þrjú ár var landað á Eskifirði á laugardag.
SKIPASKRÁ /