sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

apríl, 2021

Hegðun grindhvala við Vestmannaeyjar rannsökuð í sumar.


Niðurstöður stofnmælingar botnfiska á Íslandsmiðum sýnir að stofnvísitala þorsks lækkar en mjög stórir árgangar ýsu eru í uppvexti.


Stefán Guðmundsson segir veiðarnar, vinnsluna og markaðinn þurfa á fyrirsjáanleika kvótakerfis að halda. Ekkert vit sé í að stýra grásleppuveiðum lengur með ólympísku sóknardagakerfi. Stefnt að stofnun Landssambands grásleppuútgerða.


Kristján tekur við af Eric Barratt, fyrrverandi forstjóra sjávarútvegsfyrirtækisins Sanford á Nýja Sjálandi, en hann hefur setið í stjórn MSC síðan 2014.


Bjarni Ólafs á heimleið með þriðja fullfermistúrinn frá því að veiðarnar hófust um miðjan mánuð.


Rækjuafli við Snæfellsnes til 15. mars 2022 verði ekki meiri en 393 tonn.


Snurvoðarbátarnir að gera það gott.


Ráðgert er að stækka verksmiðjuna úr 1.400 tonnum í 2.380 tonn og að auki er áformað að auka afköst hrognavinnslunnar um helming.


Eyjan var fyrst mæld árið 1616, segja heimildir.


Líffræðingar og annað vísindafólk tekur höndum saman.


Til að byrja með er gert ráð fyrir að notkun lífeldsneytis minnki útblástur koltvísýrings um allt að 45%, en stefnt er að því að minnka útblástur í hverri ferð um allt að 80% síðar á árinu.


Heilu hvalbeinakirkjugarðarnir á hafsbotni.


Grænþörungurinn klapparló vekur athygli vísindamanna.


Veiðidögum á hrognkelsaveiðum fækkað úr 40 dögum í 35 daga, en aflamark ýsu aukið um 8.000 tonn.


Óvenjuleg grásleppuvertíð í alla staði.


Skaginn 3X í samstarfi við Matís og Arctic Fish á Vestfjörðum er að þróa dælingarbúnað fyrir laxeldisstöðvar sem gæti valdið byltingu í aflúsun og slátrun samhliða því að stuðla að aukinni dýravelferð.


Nýr Vilhelm Þorsteinson landaði fyrsta farminum í Danmörku.


Víkingur AK er nú á landleið með um 2.700 tonn af kolmunna.


5 bátar tóku þátt í rallinu


Veiða má 11.100 tonn og stendur veiðitímabilið yfir í samtals 48 daga. Fiskistofa hefur opnað fyrir umsóknir.


Aurora Seafood hefur flutt út frosinn krossfisk til Bandaríkjanna, en það skilar varla kostnaðarverði við pökkun, frystingu og flutning og því er engin verðmætasköpun við framleiðsluna.


Bergur VE er kominn heim úr leiguverkefni hjá Útgerðarfélagi Akureyrar.


Í fyrra var einnig leyft að veiða 1.278 dýr og voru 13 bátar gerðir út til veiðanna. Afraksturinn var 503 dýr en var 429 dýr 2019.


Fyrirtækið Happy Prawns í Sirevåg í Noregi stundar tilraunaeldi á kóngarækju; hlýsjávarrækju sem alin er í heittempraða beltinu en kæmist aldrei af í Norður-Evrópu þar sem hitastig er að jafnaði undir frostmarki sex mánuði ársins.


Síldarvinnslan vinnur nú kolmunna í verksmiðjum sínum í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Tæp 7.000 tonn af hráefni í land á stuttum tíma.


Úthafsveiðiskipið Kirkella enn verkefnalaust.


Norska sjávarafurðaráðið telur að lokanir veitingastaða hafi leitt til aukinnar eftirspurnar hins almenna neytanda eftir frosnum fiski.


Ögmundur Knútsson segir erfiðleika við eftirlit á covid-tímum hafa hraðað þróun hjá Fiskistofu í áttina að rafrænu eftirliti og ítarlegri gagnagreiningu.


Ný aðferð til rafmagnsframleiðslu um borð í skipum


Aðalvél skipsins Libas getur brennt jarðgasi en einnig dísilolíu. Og þessu til viðbótar er 500 kílóvattstunda rafgeymastæða í skipinu.


Þröngt er á miðunum á gráa svæðinu svokallaða; íslensk skip og færeysk auk um 20 Rússa.


Mokveiði hefur verið á vetrarvertíð hjá ísfisktogurum Bergs-Hugins, Vestmannaey VE og Bergey VE, og þeir komið með fullfermi að landi úr hverjum túr.


Helga María AK kom til löndunar í Reykjavík sl. mánudag og var aflinn um 130 tonn.


Ágætur afli á gráa svæðinu suður af Færeyjum í byrjun vikunnar.


Útflutningsverðmæti landeldis í Ölfusi gæti náð 70 milljörðum.Skoða stofnun orkuveitu ef ekki verður greitt úr afhendingu orku til verkefnanna.


Aflinn var 650 tonn upp úr sjó eftir 21 dag og verðmætin 150 milljónir króna.


Lestarkerfið byggir að mestu á lestarkerfi sem Slippurinn hannaði og smíðaði í Kaldbak EA 1 og sá Slippurinn um uppsetningu.


Kvikmyndin Seaspiracy hefur vakið mikla athygli fyrir óvægna gagnrýni á fiskveiðar í heiminum. Jafnframt hafa kvikmyndagerðarmennirnir verið harðlega gagnrýndir fyrir ónákvæmni og villandi framsetningu.


Landgrunnsnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur nú fengið endurskoðaða greinargerð Íslands um afmörkun ytri marka landgrunnsins á Reykjaneshrygg utan 200 sjómílna.


Hlýri merktur í marsralli Hafrannsóknastofnunar.Sjómenn hvattir til að senda merki til Hafrannsóknastofnunar ásamt upplýsingum um það hvar og hvenær fiskurinn veiddist.


Helgi Hjálmarsson í Völku var með sjávarútvegserindi í Eyjum.


Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar, segir tækifæri hafnarsvæðisins í Hafnarfirði mikil og margvísleg.


Erfiðasta verkefnið er að forðst tegundir eins og ýsu sem sé alls staðar, að sögn skipstjórans á Vigra RE.


Verkefnastaða bátasmiðjunnar Trefja í Hafnarfirði er góð. Fullbókað er út árið og pantanir komnar í nýsmíði báta fyrir næsta ár


Nýr Vilhelm Þorsteinsson EA 11 heldur til veiða í færeysku lögsögunni.


Kolmunninn að ganga út úr skosku lögsögunni inn á hið svonefnda grá svæði.


Arnar HU 1 landaði góðum afla á Sauðárkróki.


Kæru áskrifendur — Fiskifréttir berast ekki til lesenda í dag heldur á morgun - föstudag.


Gullver landaði 116 tonnum á Seyðisfirði.


Páll Mar Magnússon stýrir þjónustu- og tæknifyrirtækinu Martak í Grindavík. Martak miðlar lausnum fyrir lítil og stór sjávarútvegsfyrirtæki á öllum sviðum sem miða að því að auka framleiðni og framleiðslugæði.


Hvað er fiskiskip án kvóta? mætti spyrja. En það mætti líka spyrja hvers virði fiskiskip án veiðarfæra sé. Umfjöllun um sjávarútveg snýst að miklu leyti um kvóta, skip, afla, vinnslu og sölu en sjaldnar um veiðarfæri sem er grundvöllurinn fyrir þessu öllu ekki síður en skip og kvóti.


Sigurður Ólafsson vélstjóri réðist ungur sem dagmaður í vélarrými á síldarflutningaskipinu Haferninum. Útgerð skipsins er stórmerkilegur kafli í síldarsögunni.


Skipið er 89 metrar á lengd og 16,6 metrar á breidd. Burðargetan er vel yfir þrjú þúsund tonn í þrettán lestartönkum þar sem aflinn verður kældur niður til að sem best hráefni komi að landi.


Gréta María Grétarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Krónunnar, gekk nýverið til liðs við Brim hf. Þar er hún framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla og segir verkefnin vera óþrjótandi.


Félag áhugamanna um bátasafn Breiðafjarðar mun hefjast handa í sumar við endurbætur á súðbyrðingnum Sindra.


Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri Botnsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, skrifar um ýsustofninn og stöðu hans ásamt álitamálum er varðar veiði úr honum.
SKIPASKRÁ /