sunnudagur, 19. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

júní, 2021

Hringur SH í slipp en áhöfnin í frí


Tekin í notkun um mitt ár 2023


Uppsjávarskip á vegum Síldarvinnslunnar með reglulegar landanir af fínum makríl.


Íslenska sjávarútvegssýningin verður haldin í haust eftir að hafa verið frestað ítrekað vegna heimsfaraldurs.


Meðaltalsafli hvers báts er 43 tonn og hefur aldrei verið meiri, en verðið jafnframt sjaldan eða aldrei verið lægra


Allir kranar Eimskips á hafnarsvæðinu í Reykjavík nýta nú rafmagn í stað jarðefnaeldsneytis.


Fyrsti makrílinn úr síldarsmugunni var að berast Síldarvinnslunni í Neskaupstað. Makríllinn er stór og meðalviktin 470 til 500 grömm, en hann er horaður. Um sameiginlegan afla Vilhelms, Barkar og Beitis sem hafa samstarf um veiðarnar.


Hoffell SU væntanlegt til heimahafnar með makríl sem veiddist í síldarsmugunni.


Þriðjungs samdráttur varð milli áranna 2019 og 2020 í löndunum erlendra skipa hér á landi.


Skjaldarbrúnir, Gríðargljúfur, Greipardjúp og Óðinskollur eru nokkur þeirra örnefna sem finna má á kortum Orkustofnunar af úthafinu milli Íslands og Noregs. Þar eru fjöll og dalir, hlíðar og gljúfur sem aldrei hafa heitið neitt.


Einar Hálfdánarsson man tímana tvenna úr íslenskum sjávarútvegi enda verið samfleytt á sjó í sextíu ár.


Skipasmíðastöð Njarðvíkur hefur smíði á stálbátum.


Á sjómannadaginn árið 1947 var efnt til dýrasýningar í Örfirisey í fjáröflunarskyni fyrir Dvalarheimili aldraðra sjómanna. Ætlunin var að hafa þar til sýnis dýrategundir á borð við apa og ísbirni, sæljón og seli.


Siggi the Polar Bear í kynningarmyndböndum Skagans 3X


Gefin hefur verið út reglugerð um leyfilegan heildarafla næsta fiskveiðiárs.


Fyrsti makrílfarmur vertíðarinnar var 320 tonn, fallegur fiskur en aflinn var örlítið síldarblandaður. Skipin hafa eins og í fyrra samstarf um löndun og kom þessi afli frá Berki, Beiti og Vilhelm Þorsteinssyni.


Kári Borgar Ásgrímsson á Borgarfirði eystri keypti fyrir nokkru harðfiskverkunina Sporð frá Eskifirði. Hann segist hafa verið í baksi með ýsuna undafnarið, hún sé á glórulausu verði.


Vísindamenn um borð í skipi Hafrannsóknastofnunar vinna nú að kortlagningu hafsbotnsins við Reykjaneshrygg og þaðan austur af.


Norma Mary seld til Grænlands vegna Brexit. Norðmenn og Bretar eru hættir samningviðræðum um gagnkvæmar veiðiheimildir. Á meðan eru skipin verkefnalaus.


Miklu kaldari sjór er innan íslensku lögsögunnar en var á sama tíma í fyrra, sem er talin ástæða þess að makríllinn hefur ekki fundist enn.


Sníkillinn var nokkuð áberandi hér um skeið - en fréttum af henni hefur fækkað stórum.


Þorsteinn Már Baldvinsson segist bera ábyrgð á því að hafa látið þau vinnubrögð viðgangast


Fjárfestingar og endurnýjun á búnaði hjá stærstu fiskvinnslufyrirtækja landsins undanfarin ár hafa verið miklar.


Aukið fiskeldi verður nauðsynlegt til að fullnægja próteinþörf mannkyns næstu áratugina, þegar bæði fólki fjölgar og velmegun eykst. Spá DNV um þróunina var kynnt á ráðstefnunni North Atlantic Seafood Forum.


Losun vegna flugferða og ferða starfsfólks Faxaflóahafna vegna vinnu minnkaði á síðasta ári. Úrgangur minnkaði einnig og endurvinnsluhlutfall jókst verulega.


Flutningur og sala á ferskum fiski hefur tekið stórstigum breytingum á undanförnum árum.


Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) ráðleggur 20% minni þorskveiði í Barentshafi á næsta ári. Einnig eigi að draga úr veiðum þar á bæði ýsu og grálúðu.


Fiskeldi er í vexti um allan heim og því fylgir fjöldi áskorana.


Rannsóknar, vinnslu- og afurðarmiðstöð þangs í Stykkishólmi


Sjómannadagsráði barst píanó að gjöf.


Hagsmunaflækjur í fríverslunarviðræðum.


Þingi lauk án afgreiðslu stórra sjávarútvegsmála.


Síldarvinnsluskipin að gera klárt fyrir makrílvertíð. Nýi Vilhelm Þorsteinsson með sína fyrstu löndun á Íslandi.


Norðmenn hafa stórfelld áform um þorskeldi.


Skip Loðnuvinnslunnar, Vinnslustöðvarinnar og Brims hafa verið á höttunum eftir makríl undanfarið. Leitin hefur enn ekki skilað neinum árangri, en sjórinn er aðeins tekinn að hlýna.


Gott ástand á þorskinum á Vestfjarðamiðum. Lítið af ufsa og ýsu, segir skipstjórinn á Viðey RE.


Samherji fiskeldi ætlar að byggja upp allt að 40.000 tonna landeldi á laxi í þremur áföngum á ellefu árum. Fjárfestingin er áætluð ríflega 45 milljarðar króna.


Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi mælast til þess að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar verði fylgt þó hún sé þungbær. Eins séu vondar fréttir af stöðu nokkurra nytjastofna hvati til aukinna hafrannsókna, sem SFS hefur talað fyrir um langt árabil.


Áætlað er að heildarkostnaður við verkefnið verði um milli 50 og 60 milljónir króna og leggur Björgunarbátasjóður Austurlands ásamt Slysavarnafélaginu Landsbjörgu fram bróðurpartinn af þeirri upphæð.


Vestmannaey VE landaði fullfermi í Vestmannaeyjum í morgun. Í aflanum var 85 sentimetra löng sandhverfa


Hafrannsóknastofnun kynnti ráðgjöf sína fyrir næsta fiskveiðiár í morgun. Þorskstofninn hefur verið ofmetinn á síðustu árum, að sögn Hafró. Viðmiðunarstofninn er metinn 941.000 tonn en yfir tólfhundruð þúsund tonnum í fyrra, og er sveiflan 22%.


Bæði Börkur NK og Beitir NK hafa verið að kolmunnaveiðum fyrir austan land innan íslensku lögsögunnar.


Fisherman notaði covid-tímann til endurskilgreina starfsemina.


Helsti afræninginn er þorskurinn sjálfur.


Goðsagnakenndur þorskur suðvestur af Færeyjum.


Um 900 manns nýttu tækifærið á sjómannadaginn til að skoða Börk NK, nýtt uppsjávarskip Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Hjörvar Hjálmarsson skipstjóri og áhöfn hans leiddu áhugasama um hvern krók og kima í skipinu sem er allt hið glæsilegasta og líklega hið umhverfisvænasta í öllum fiskiskipaflota landsins. Í sumar er stefnt að því að allur búnaður við landanir verði rafknúinn og slökkt á vélum skipsins meðan landað er.


Naust Marine hefur selt vindur, vindukerfi og stjórnbúnað í allt að 200 skip sem veiða nú um heim allan og árlega bætast ný skip við í þann hóp.


Samkomulagslaust um makrílveiðar eitt árið enn.


Stjórnvöld og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sameinast um markmið í samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda.


Berta tekur við starfi framkvæmdastjóra sölusviðs alþjóðlega framleiðslufyrirtækisins Hotraco þann 1. september næstkomandi.


Mörg uppsjávarveiðiskip þurfa viðhald áður en makrílveiðar hefjast.


Undirbúningur nýs Barkar NK fyrir fyrstu veiðiferð skipsins stendur yfir. Fyrst og síðast snýst túrinn um að læra á skipið og þjálfa áhöfn.


Árlegur humarleiðangur Hafrannsóknastofnunar hófst í dag.


Landaði fyrir sjómannadag afla að verðmæti 140 milljónir.


Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa sent frá sér tilkynningu þar sem nýr fríverslunarsamningur við Bretland er gagnrýndur og á það bent að hann nái ekki þeim markmiðum sem að var stefnt.


Valmundur Valmundsson, formaður SSÍ, skrifar, í tilefni sjómannadagsins.


Fiskifréttir óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með sjómannadaginn.


Rikki kokkur á Bergey, Ríkharður Zoëga Stefánsson, hefur stigið ölduna vel á fimmta áratug, lengst af sem kokkur. En hann kemur víðar við í mannlífinu, er listfengur og gjafmildur.


Höfnin í Reykjavík hefur átt ríkan þátt í mótun höfuðborgarinnar. Ákvörðun um að reisa höfn við Kvosina í Reykjavík var ekki endanlega tekin fyrr en stuttu áður en vinna við hana hófst árið 1913. Þá hafði hugmyndin verið rædd í meira en hálfa öld.


Á rúmlega eitt hundrað sólarhringum hefur Harðbakur landað 37 sinnum og aflinn er rúmlega 3.000 tonn.


Fyrir vöruviðskipti eru kjarnahagsmunir Íslands tryggðir fyrir útflutning, þ.m.t. fyrir sjávarútvegsvörur.


Það ríkti hátíðarstemning í Neskaupstað í gær þegar nýtt skip Síldarvinnslunnar - Börkur NK 122 - kom til heimahafnar í fyrsta sinn.


Undanfarnar vikur hefur Hafrannsóknastofnun svipast um eftir loðnu á grunnslóð í Eyjafirði, Skjálfanda og víðar fyrir norðan land. Ekkert afgerandi magn hefur sést.


Cuxhaven er í eigu Deutsche Fischfang Union í Þýskalandi, sem er dótturfélag Samherja.


Huginn og Kap VE leita makríls suður af landinu.


Íslenska sjávarútvegssýningin Icefish er aðeins haldin á þriggja ára fresti og snýr nú aftur í þrettánda skipti dagana 15.-17. september 2021.


Ráðstefnan North Atlantic Seafood Forum fer fram dagana 8.-10. júní næstkomandi. Sökum COVID er um netviðburð að ræða þetta árið, sem gefur tækifæri til að auka fjölda þátttakenda og lækka kostnað ráðstefnugesta.


Eins og í fyrra breytist bókunarstaða skemmtiferðaskipa hratt vegna heimsfaraldursins.


Kvótinn svarar til 16,5% af samþykktum heildarafla á vettvangi NEAFC.
SKIPASKRÁ /