laugardagur, 19. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

13% aflaaukning í maí

15. júní 2010 kl. 09:06

Fiskaflinn í nýliðnum maímánuði nam alls 73.600 tonnum samanborið við 64.300 tonn í sama mánuði í fyrra.

Botnfiskafli jókst um rúm 1.700 tonn frá maí 2009 og nam 38.800 tonnum. Þar af nam þorskaflinn tæpum 13.800 tonnum, sem er samdráttur um 1.000 tonn frá fyrra ári. Ýsuaflinn nam 7.200 tonnum, sem er um 700 tonnum minni afli en í maí 2009.

Um 4.000 tonn veiddust af ufsa, sem er um 1.000 tonnum minni afli en í maí 2009. Karfaaflinn stóð nokkurn vegin í stað milli ára og nam rúmum 2.400 tonnum. Um 4.600 tonna aukning var í öðrum botnfiskafla milli ára og nam hann rúmum 11.300 tonnum. Mest aukning var þar í veiði á úthafskarfa og keilu.

Afli uppsjávartegunda nam tæpum 29.000 tonnum, sem er um 7.400 tonnum meiri afli en í maí 2009. Af uppsjávartegundum veiddust 26.700 tonn af kolmunna og rúm 2.000 tonn af síld.

Nánari upplýsingar eru á vef Hagstofunnar, HÉR