þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

15 milljónir í styrki til rannsókna og kynningar

28. október 2013 kl. 12:39

Frá afhendingu á styrkjum úr Rannsóknarsjóði síldarútvegsins

Styrkir úr Rannsóknarsjóði síldarútvegsins afhentir á aðalfundi LÍÚ

Á aðalfundi LÍU voru afhentir styrkir til rannsókna, kynningar og markaðsstarfs í sjávarútvegi úr Rannsóknarsjóði síldarútvegsins að fjárhæð 15 milljónir króna. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, formaður sjóðsins, afhenti styrkina.

Fyrsti styrkurinn var svokallaður Sigurjónsstyrkur en hann er ætlaður til doktorsverkefna í tengslum við nýsköpun, vöruþróun og markaðsöflun í sjávarútvegi. Styrkurinn er nefndur er eftir Sigurjóni Arasyni prófessor. Hámarksstyrkur er fimm milljónir.

Doktorsverkefnið sem hlýtur Sigurjónsstyrkinn snýr að rannsóknum á leiðum til að spá fyrir um útbreiðslu síldar við Ísland. Verkefnisstjóri: Jed Ian Macdonald frá Háskóla Íslands og aðalleiðbeinandi er Guðrún Marteinsson frá Háskóla Íslands.

Rannsóknarsjóður síldarútvegsins úthlutar auk þess á þessu ári fjórum styrkjum til kynningarverkefna og námsgagna í tengslum við sjávarútveg, samtals tólf milljónum króna. Þau verkefni sem að þessu sinni hlutu styrk eru:

Íslenskur sjávarútvegur - auðlind úr hafinu á alþjóðamarkað
Styrkurinn er ætlaður til útgáfu rafbókar með heildstæðri umfjöllun um íslenskan sjávarútveg með áherslu á 21. öldina.  Verkefnisstjóri: Hreiðar Þór Valtýsson frá Sjávarútvegsmiðstöðinni við Háskólann á Akureyri.

Lífríkið í sjónum við Ísland

Markmið verkefnisins er að gera stutt neðansjávarmyndbönd sem hafa að geyma sögur og myndir af fiskum og dýrum í sjónum við Ísland. Verkefnisstjóri: Erlendur Bogason, Sævör ehf.

Kennslubók í fisktækn

Gerð kennslubókar í fiskvinnslu um meðferð fisks, hreinlæti og vinnsluferla. Verkefnisstjóri: Nanna Bára Maríasdóttir, Fisktækniskóla Íslands.

Ferskur fiskur - myndasaga frá veiðum til vöru

Markmið verkefnisins er að taka saman á skipulegan máta hagnýtar upplýsingar um vinnslu á ferskum bolfisk frá veiðum í vöru og birta á rafrænu formi á vef Matís.Verkefnisstjóri: Margeir Gissurarson, Matís.