mánudagur, 13. júlí 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

15.000 ferkílómetrar hafsbotnsins kortlagðir

Gudjon Gudmundsson
21. júní 2020 kl. 09:00

Ætlunin að kortleggja 22.000 kílómetra í júní

 Árni Friðriksson, rannsóknaskips Hafrannsóknastofnunar,  hélt í leiðangur 8. júní sem standa mun til 24. júní. Leiðangurinn er liður í því að kortleggja hafsbotninn við Ísland. 

Leiðangurinn kortlagning hafsbotnsins er nú rúmlega hálfnaður. Leiðangurinn er átaksverkefni Hafrannsóknastofnunar til næstu 12 ára og hófst árið 2017.

Stofnunin hefur náð að kortleggja um 15.000 ferkílómetra. Svæðið nær á milli Kötluhrygg eystri og Færeyjahryggsins. Milli hryggjanna sjást gljúfrin sem einkenna landgrunnshlíð suðausturmiðs. Nýju mælingarnar sýna hvernig gljúfrin sameinast í þrjá stóra farvegi. 

Áætlunin í júní er að kortleggja 22 þúsund ferkílómetra svæði í Suðausturdjúpi sem er á bilinu 800 – 2300 metra dýpi. Svæðið er framhald af mælingum frá árinu 2019 og markmiðið er að tengjast mælingum frá árinu 2017, í norðurenda svæðisins.

Markmið verkefnisins er að afla þekkingar um hafsbotninn innan efnahagslögsögu Íslands sem mun nýtast í margháttuðum tilgangi og er forsenda fyrir vísindalegri nálgun við sjálfbærri nýtingu, vernd og rannsóknir auðlinda í hafinu, á, í og undir hafsbotni.