þriðjudagur, 26. október 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

151 tonn veiddust á sjóstangaveiðimótum

6. október 2010 kl. 11:10

Samkvæmt upplýsingum Fiskistofu er sjóstangaveiðimótum ársins 2010 lokið. Haldin voru 15 mót og var heildaraflinn rúmlega 151 tonn. Uppistaða aflans var þorskur eða 78%, um 13% veiddust af ufsa, 4% af karfa og afgangurinn var aðrar tegundir. 

Sjóstangaveiðibátarnir fóru frá tíu höfnum og kom mestur afli á land á Dalvík eða um 42 tonn, til Patreksfjarðar og Ólafsvíkur komu um 20 tonn á hvorn stað og um 18 tonn til Grímseyjar. Aðrar hafnir voru Bolungarvík, Grindavík, Grundarfjörður, Neskaupstaður Rif og Vestmannaeyjar.

Samkvæmt lögum er ráðherra heimilt að ákveða árlega að á tilteknum fjölda opinberra sjóstangaveiðimóta teljist afli ekki til aflamarks eða krókaaflamarks. Afla þessara móta er ekki heimilt að fénýta til annars en að standa straum af kostnaði við mótshaldið.

Sjá nánar á vef Fiskistofu,HÉR