mánudagur, 17. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

195 skip sóttu um skötuselskvóta

3. maí 2010 kl. 11:35

Fiskistofa hefur skipt þeim 500 tonnum af skötusel sem ákveðið var að leigja út gegn gjaldi milli þeirra báta sem sóttu um. Alls sóttu útgerðir 195 skipa og báta um leigukvóta og er hámarksúthlutun 2.907 kíló á hvern umsækjenda.

Flestir sóttu um hámarksúthlutun, nokkrir sóttu um 500-600 kíló og þaðan af minna, allt niður í 10 kíló. Leigugjaldið er 120 krónur kílóið.

Útgerðirnar hafa frest til fimmtudagsins 6. maí til að greiða tilskilið gjald. Úthlutun til einstakra skipa má sjá á vef Fiskistofu, HÉR