sunnudagur, 20. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

20 milljarða samdráttur

30. apríl 2014 kl. 10:50

Loðna um borð í nýja Bewrki NK. (Mynd: Þorgeir Baldursson).

Útlit fyrir að tekjur af uppsjávarafurðum minnki um fjórðung milli ára.

Verulega syrtir í álinn í uppsjávargeiranum á Íslandi á þessu ári miðað við síðasta ár. Gróflega áætlað gæti útflutningsverðmæti uppsjávarafurða dregist saman um allt að 25% eða um 20 milljarða króna, að því er Teitur Gylfason hjá Iceland Seafood segir í nýjustu Fiskifréttum.

Munar þar mest um lélega loðnuvertíð, en auk þess minnkar kvóti norsk-íslensku síldarinnar um þriðjung milli ára og óvissa ríkir á makrílmörkuðum meðal annars vegna ástandsins í Austur-Evrópu. 

Útflutningsverðmæti uppsjávarafurða á síðasta ári nam rösklega 80 milljörðum króna en gæti farið niður í um það bil 60 milljarða í ár. 

Sjá nánar umfjöllun í Fiskifréttum sem komu út í dag.