mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

20 milljarðar í viðbót

18. júní 2015 kl. 13:58

Auknir kvótar og hækkun afurðaverðs stuðla að auknu útflutningsverðmæti.

Útflutningsverðmæti þeirra fisktegunda sem nýjasta veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar nær til fyrir næsta fiskveiðiár gæti aukist um 20 milljarða króna miðað við yfirstandandi fiskveiðiár, samkvæmt áætlun Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Þetta kemur fram í nýjustu Fiskifréttum. 

Hækkunin stafar bæði af aflaaukningu og eins af verðhækkunum milli ára. Þar vegur þorskurinn þyngst en viðbótartekjur hans vegna eru áætlaðar 15 milljarðar króna. Þá er áætlað að ýsan skili 3,3 milljörðum meira en nú og gullkarfinn 1,7 milljörðum meira. 

Taka ber skýrt fram að í þessari samantekt eru veigamiklar tegundir undanskildar og þá fyrst og fremst uppsjávarstofnarnir sem við deilum með öðrum þjóðum. Þannig skilaði makríllinn einn 24 milljörðum króna í fyrra en óvissa ríkir um veiðar á honum núna. 

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.