

Haraldur Guðjónsson
Grásleppa
Í gær 4. apríl höfðu 203 bátar hafið grásleppuveiðar. Þetta eru nokkuð færri en á sama tíma í fyrra, en þá höfðu 225 bátar lagt netin, að því er fram kemur á vef Landssambands smábátaeigenda.
Fækkunin er þó ekki sögð gefa tilefni til að ætla að áhugi á veiðunum sé minni en í fyrra þar sem veiðidagar séu nú 12 færri eða 50. Af þeim sökum kjósa fleiri að hefja veiðarnar síðar en í fyrra.
Flestir eru byrjaðir veiðar á svæði E eða 81 bátur en það er jafnframt stærsta svæðið, nær frá Skagatá austur að Fonti.