laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

229 hrefnur og 154 langreyðar

13. desember 2013 kl. 16:38

Hrefnuveiðar 2010

Sjávarútvegsráðherra gefur út leyfi til hvalveiða í samræmi við ráðgjöf vísindamanna.

 

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið, í samráði við ríkisstjórnina, heimild til hvalveiða á árunum 2014-2018. Heimildin miðast við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar hverju sinni næstu fimm árin.

Í ráðgjöfinni fyrir næsta ár kemur fram að veiðar á 229 hrefnum á landgrunnssvæðinu og 154 langreyðum samrýmast markmiðum um sjálfbæra nýtingu. Ákvörðunin er í samræmi við stefnu stjórnvalda um sjálfbæra nýtingu lifandi auðlinda hafsins og með hliðsjón af ályktun Alþingis um hvalveiðar frá 10. mars 1999.

 Innan við 1% af stofnstærð 

Niðurstöður hvalatalninga sýna að um það bil 20.000 langreyðar og að minnsta kosti 30.000 hrefnur er að finna á stofnsvæðunum við Austur-Grænland og Ísland. Það aflamark sem mælt er með er minna en 1% af stofnstærð beggja tegunda, og vel innan þeirra marka sem almennt er miðað við að tryggi sjálfbærar veiðar úr hvalastofnum. Einnig ber að hafa í huga að hvorug þeirra hvalategunda sem Íslendingar nýta, er á válista Alþjóðlegu náttúruverndar-samtakanna (IUCN).