þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

240 nemar úrskrifaðir frá sjávarútvegsskóla SÞ á Íslandi

6. mars 2012 kl. 12:45

Útskriftarnemar sjávarútegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.

Í dag verða 18 nemendur frá 12 löndum brautskráðir.

Í dag munu útskrifast 18 nemar frá 12 löndum frá sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Þar með hafa þá alls lokið námi við skólann um 240 einstaklingar frá 45 löndum. Flestir nemanna koma frá Afríku vestan og sunnanverðri, en einnig eru nemar frá eyríkjum í Karabíska hafinu og frá Sri Lanka.

Þessu sinni skiptust nemendur í fjögur mismunandi svið sérhæfingar, þ.e. gæðastjórnun í meðhöndlun fisks og vinnslu, veiðitækni, mat á veiðiþoli stofna og sjálfbært fiskeldi. Að loknu sex vikna inngangsnámskeiði og sex vikna námskeiði á sérsviði unnu nemendur verkefni í nánu samstarfi við leiðbeinendur.

Sjá nánar frétt á vef Hafrannsóknastofnunarinnar.