föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

30 milljarða tekjutap

24. september 2009 kl. 15:00

Slæmar horfur eru um veiðar á loðnu og íslenskri síld. Afleiðingin gæti orðið um 30 milljarða króna tap í útflutningstekjum, að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.

Menn hafa þó ekki gefið upp alla von og útvegsmenn og Hafrannsóknastofnun ætla að taka höndum saman um að flýta rannsóknum á þessum stofnum og efla þær.

Ef engar veiðar verða heimilaðar á íslenskri síld má ætla að tekjutap þjóðarbúsins nemi um 13-14 milljörðum króna í útflutningsverðmæti og er þá miðað við að síldin verði einkum nýtt í manneldisvinnslu. Verði lítil sem engin loðna veidd eins og var á síðustu vertíð bætast við um 16 milljarðar í tekjutap. Samanlagt yrði þjóðarbúið af um 30 milljörðum í útflutningstekjur ef fram fer sem horfir.

Sjá nánar ítarlega umfjöllun í nýjustu Fiskifréttum.