föstudagur, 7. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

30 milljóna króna sekt vegna Normu Mary

7. júlí 2008 kl. 15:51

Lögregluyfirvöld í Tromsö í Norður-Noregi hafa sektað skipstjórann á togaranum Norma Mary um jafnvirði 450 þúsunda íslenskra króna og útgerð skipsins hefur verið gert að greiða sem svarar 30 milljónum íslenskra króna vegna upptöku afla og veiðarfæra.

Skipstjóranum er gefið að sök að hafa ekki tilkynnt réttan afla til norskra yfirvalda.

Norma Mary er gerð út af Onward Fishing, dótturfyrirtæki Samherja í Bretlandi og skipstjórinn er íslenskur.

Á vef Fiskeribladet/Fiskaren er haft eftir Brynjari Östgård lögfræðingi, sem er málsvari bæði útgerðarinnar og skipstjórans, að málinu verði vísað til dómstóla.

„Hér var um mannleg mistök að ræða. Skipið tilkynnti réttan afla til breskra yfirvalda og afladagbókin var sömuleiðis færð á réttan hátt. Einu mistökin voru þau að í vikulegri skýrslu til norsku fiskistofunnar stóð að afli skipsins hefði verið 18 tonn en átti að vera 189 tonn. Hér var um misritun að ræða og við teljum að þetta geti ekki talist refsivert. Engin vísbending var um að skipstjórinn hafi reynt að skjóta fiski undan,” segir Östgård.