sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

31% minna af kolmunna

16. júlí 2018 kl. 09:35

Beitir NK að dæla 500 tonnum af kolmunna. Mynd/Síldarvinnslan

Af uppsjávartegundum veiddist nær eingöngu kolmunni í júní, en af honum veiddust tæplega 11 þúsund tonn sem er 31% minna en í júní 2017.

Fiskafli íslenskra skipa í júní var 47.227 tonn eða 11% minni en í júní 2017.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hagstofu Íslands.

Botnfiskafli var rúm 32 þúsund tonn og dróst saman um tvö prósent, þar af nam þorskaflinn tæpum 18 þúsund tonnum sem er 2% minni afli en í júní 2017. Af uppsjávartegundum veiddist nær eingöngu kolmunni, en af honum veiddust tæplega 11 þúsund tonn sem er 31% minna en í júní 2017.

Skel- og krabbadýraafli nam 735 tonnum samanborið við 742 tonn í júní 2017.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili, frá júlí 2017 til júní 2018, var tæplega 1.266 þúsund tonn, en það er 8% samdráttur miðað við sama tímabil ári fyrr.

Verðmæti afla í júní metið á föstu verðlagi var 6% minna en í júní 2017.