mánudagur, 19. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

320 skip og bátar með makrílkvóta

18. júlí 2016 kl. 08:55

Makríll

Aðeins helmingur ísfiskskipanna og lítill hluti smábáta fer á veiðarnar.

Alls hafa um 320 skip og bátar fengið úthlutað makrílveiðiheimildum á þessari vertíð. Alls var úthlutað 152.000 tonnum og þar við bætist rúmlega 14.000 tonna kvóti frá fyrra ári, þannig að í heild má veiða rúmlega 166.000 tonn.

Úthlutaður kvóti skiptist þannig milli skipaflokka að aflareynsluskip fá 105.000 tonn, vinnsluskip fá 28.000 tonn, skip án vinnslu (ísfiskskip) 8.000 tonn og handfærabátar 6.100 tonn.

Í grein í Fiskifréttum kemur fram að af þeim 80 ísfiskskipum sem fengu kvóta hefur helmingurinn nú þegar látið frá sér aflaheimildir til annarra. Þá ríkir óvissa um áhuga handfærabáta á veiðunum en rúmur fjórðungur þeirra nálægt 200 smábáta sem fengu kvóta í fyrra fór á veiðar. 

Sjá nánar í Fiskifréttum.