mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

35 „stórir“ smábátar gætu veitt allan krókakvótann

30. maí 2014 kl. 14:37

Halldór Ármannsson á línuveiðum á Húnaflóa.

Sú þróun hugnast formanni Landssambands smábátaeigenda ekki.

„Núna eru stærstu bátarnir í litla kerfinu að veiða um og yfir 2.000 tonn á ári. Því gætu 35 slíkir hæglega veitt megnið af öllum þeim veiðiheimildum sem ætlaðar eru öllum bátum í smábátakerfinu. Um síðustu kvótaáramót voru 1.090 báta innan vébanda LS.“

Þetta segir Halldór Ármannsson formaður Landssambands smábátaeigenda í ítarlegu viðtali í sjómannadagsblaði Fiskifrétta þegar talið berst að ákvörðun Alþingis frá því í vor um að rýmka stærðarmörk smábáta. Aðalfundur LS var andvígur rýmkuninni en smábátaeigendur sem voru henni fylgjandi hafa stofnað tvö ný smábátafélög og sagt skilið við samtökin. 

Sjá nánar viðtal við Halldór um sjómennskuferil hans og félagsstörf í sjómannadagsblaði Fiskifrétta.