mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

350 umsóknir um strandveiðar

2. maí 2014 kl. 12:31

Smábátar í höfn.

Fyrsti veiðidagurinn er næstkomandi mánudagur.

Umsóknir um strandveiðileyfi 2014 eru orðnar liðlega 350, en fyrsti veiðidagurinn er á mánudag 5. maí, að því er segir á vefsíðu Fiskistofu. 

Umsóknir á svæði A eru 169, á svæði  B eru þær 65, á svæði C eru þær 45 og á svæði D eru þær 74.

Sjá nánar almennar upplýsingar um strandveiðar á vef Fiskistofu.