mánudagur, 10. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

3.500 tonn í jómfrúarferðinni

25. apríl 2014 kl. 12:10

Gitte Henning er glæsilegt skip.

Flaggskip danska flotans tók aflann á tveimur og hálfum sólarhing.

Gitte Henning, nýjasta og jafnframt stærsta fiskiskip Danmerkur, fiskaði 3.500 tonn af kolmunna á tveimur og hálfum sólarhring  í jómfrúarferð sinni. 

Í Fiskeribladet/Fiskaren er tekið fram að ekki sé þetta þó metveiði miðað við tíma því þess séu dæmi að norskir bátar hafi fiskað um 2.000 tonn á einum sólarhring og fyrir nokkrum árum hafi hinn færeyska Krónborg veitt 2.600-2.700 tonn á tveimur sólarhringum. Haft er eftir Henning Kjeldsen, útgerðarmanni Gitte Henning, að örugglega hefði verið unnt að veiða meira á skemmri tíma við venjulegar aðstæður en þegar skip sé nýsmíðað þurfi að fara varlegar í sakirnar fyrst til að byrja með meðan verið sé að læra á tæki og búnað. 

Gitte Henning er 86,3 metrar að lengd og 17,6 metrar á breidd.