þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

390 milljónir í markaðssetningu á norskum urriða

15. september 2015 kl. 11:56

Girnilegur biti úr norskum urriða.

Fjárframlög aukin til að stemma stigu við samdrætti í útflutningi

Norska sjávarafurðaráðið (Norges sjømatråd) hefur í ár næstum tvöfaldað framlag sitt í markaðssetningu á norskum urriða til að stemma stigu við samdrætti í útflutningi. Alls hafa fjárframlög til þessa verkefnis verið aukin úr 15 milljónum í 25 milljónir (390 milljónir ISK).

Það sem af er ári hafa Norðmenn flutt út urriða fyrir 1,3 milljarða króna (um 20 milljarða ISK). Þetta er 251 milljóna samdráttur miðað við sama tíma í fyrra, eða 15%.

Rússland var aðalkaupandi á norskum urriða þar til í ágúst í fyrra er innflutningsbann var sett á matvæli frá Noregi. Augu norsku markaðsmannanna beinast nú að Þýskalandi og þar verður ráðist í mikið átak í haust til að kynna urriða sem sælkeramat.