sunnudagur, 17. janúar 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

43 starfsmönnum sagt upp á Akranesi

26. mars 2020 kl. 08:50

Skaginn 3X

Fyrirtækin Skaginn 3X og Þorgeir & Ellert Skaginn hafa tilkynnt uppsagnir til 43 starfsmanna sinna á Akranesi.

Fyrirtækin Skaginn 3X og Þorgeir & Ellert hafa tilkynnt uppsagnir til 43 starfsmanna sinna á Akranesi.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, greinir frá þessu á samfélagsmiðlum.

Ástæður uppsagnanna eru óvissa og samdráttur vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Vilhjálmur skrifar að vissulega muni lög um skert starfshlutfall hjálpa til við að „fyrirtæki reyni eins og kostur er að halda ráðningarsambandi við starfsfólk eins lengi og kostur er. Úrræðið er gott og ég hvet fyrirtæki í hvívetna að nýta sér þessi úrræði í stað þess að segja upp starfsfólki. Það er ljóst að framundan er miklar áskoranir á íslenskum vinnumarkaði og ég held að það sé óumflýjanlegt að stjórnvöld, verkalýðshreyfingin og Samtök atvinnulífsins taki höndum saman sem aldrei fyrr og leiti allra leiða til að verja störfin, launafólk og heimilin.“

Fyrirtækið Skaginn 3X hafði í fyrra um 300 starfsmenn, og starfar meirihluti þeirra í starfsstöðvum fyrirtækisins á Akranesi eða um 200 talsins. Um 70 starfa á Ísafirði en einnig nokkur hópur í Reykjavík.

Fyrirtækin sem eru innan samstæðunnar undir merkjum Skagans 3X hafa vaxið hratt frá stofnun. Um sögu fyrirtækisins og starfsemi má lesa hér nýlegu viðtali Fiskifrétta við Ingólf Árnason, framkvæmdastjóra og stofnanda þess.