miðvikudagur, 11. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

430 milljarða tonna ísbráðnun

29. nóvember 2013 kl. 08:00

Grænlandsís. (Mynd af vef grænlenska útvarpsins).

Ísinn á yfirborði Grænlands bráðnar hraðar en nokkru sinni fyrr.

Rannsóknir sýna að bara á þessu ári breyttist ís á yfirborði Grænlands í 430 milljarða tonna af vatni vegna bráðnunar. Þetta er mesta bráðnun sem orðið hefur á einu ári, að því er fram kemur í danska blaðinu Politiken.

Aðeins á einum degi, 25. júlí, nam bráðnunin 12 milljörðum tonna af vatni, með öðrum orðum 12.000 milljörðum lítra.