mánudagur, 19. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

500 tonn af síld í viðbót upp úr höfninni í Eyjum

30. mars 2009 kl. 10:16

Kap VE hóf í gær að nýju að hreinsa upp síld í Vestmannaeyjahöfn og er giskað á að um 500 tonn hafi veiðst, að því er fram kemur á vefnum sudurlandid.is. Sjávarútvegsráðuneytið leyfði veiðarnar að nýju síðastliðinn föstudag eftir tímabundna stöðvun.

Hafrannsóknastofnun kannaði á ný magn og ástand síldarinnar í höfninni síðastliðinn fimmtudag og samkvæmt niðurstöðum hennar voru þá um 800 tonn af síld þar og yfir 90% af henni sýkt sem var hærra hlutfall en fyrri mælingar Hafró sýndu. Því var ákveðið að leyfa áframhaldandi hreinsun hafnarinnar.