laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

503 leyfi til strandveiða

12. maí 2016 kl. 08:00

Jóhann Haukur Þorsteinsson rær á Ritu SH á strandveiðum.

Hæsti meðalafli á bát á svæði D suður og suðvestur af landinu

Að loknum 5. degi strandveiða 2016 hafa alls 439 bátar landað alls 710 tonnum. Búið er gefa út alls 503 leyfi til veiðanna, að því er fram kemur í frétt sem sett var á vef Landssambands smábátaeigenda í gærkveldi. 

Meðaltal afla í róðri er hæst á svæði D 694 kg, en á A svæðinu hefur mestu verið landað alls 301 tonni. Á svæði D er búið að nýta 43% veiðiheimilda sem eru til viðmiðunar í maí.

Sjá nánar á vef LS.