sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

53% meiri afli í marsmánuði

18. apríl 2017 kl. 09:27

Sigurður VE á loðnuveiðum við Snæfellsnesi á síðustu vertíð. (Mynd: Ólafur Óskar Stefánsson)

Meiri loðna meginskýringin en einnig varð aukning í botnfiskafla.

Fiskafli íslenskra skipa í mars var rúmlega 201 þúsund tonn sem er 53% meira en heildaraflinn í mars 2016. Í tonnum talið munar mestu um aukinn uppsjávarafla en tæplega 132 þúsund tonn af loðnu veiddust í mars samanborið við 79 þúsund tonn í mars 2016.  Alls veiddust tæp 57 þúsund tonn af botnfiskafla sem er 14% aukning miðað við mars 2016. Þorskaflinn nam rúmum 34 þúsund tonnum sem er 21% meiri afli en í sama mánuði ári fyrr.

Á 12 mánaða tímabili frá apríl 2016 til mars 2017 hefur heildarafli dregist saman um 35 þúsund tonn eða 3% samanborið við 12 mánaða tímabil ári fyrr.

Afli í mars metinn á föstu verðlagi var 29,4% meiri en í mars 2016.

Sjá nánar á vef Hagstofunnar.