mánudagur, 10. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

64 keppendur skráðir í Hnakkaþonið

21. janúar 2016 kl. 11:58

Háskólinn í Reykjavík

Reyna með sér í lausn verkefna sem tengjast sjávarútvegi.

Svokallað Hnakkaþon Háskólans í Reykjavík (HR) og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hefst í dag og stendur fram á mánudag. Hnakkaþonið er keppni þar sem nemendur HR reyna með sér í lausn verkefna sem tengjast íslenskum sjávarútvegi. Áskorun Hnakkaþonsins að þessu sinni varðar eitt mikilvægasta viðfangsefni samtímans, loftslagsmál, í kjölfar tímamótasamkomulags ríkja heims í París á síðasta ári. Lausnir geta t.d. snúist um markaðssetningu, hugbúnað, tækni og vörustjórnun, svo fátt eitt sé nefnt. 

Hnakkaþonið er opið öllum nemendum HR. Alls 64 nemendur í 15 liðum hafa skráð sig í keppnina, úr öllum deildum háskólans.

Þá daga sem keppnin stendur yfir vinna liðin að ákveðnu verkefni sem tengist sjávarútvegi og Parísarmarkmiðunum og fá aðstoð og ráðgjöf sérfræðinga úr íslenskum fyrirtækjum í greininni.

Laugardaginn 23. janúar kl. 14-16 kynna liðin sínar niðurstöður og tillögur að lausnum. Verðlaunaafhending fyrir bestu lausnina fer fram á mánudaginn. 

Sjá nánar HÉR