

Frá árinu 2009 hefur útflutningsverðmæti sjávarafurða aukist um um 30% á föstu verðlagi frá árinu 2009, eða um 65 milljarða króna
Þetta kom fram í fróðlegu erindi sem Kristján Hjaltason, sölustjóri hjá Ocean Trawlers Europe, flutti á Sjávarútvegsráðstefnunni 2013. Ítarleg umfjöllun er um erindi hans í nýjustu Fiskifréttum.
Kristján sýndi einnig athyglisverðan samanburð á hráefnisverði á kíló upp úr sjó síðasta áratuginn eða svo fyrir nokkrar helstu fisktegundir. Hann sagði að þorskur hefði aðeins hækkað um innan við hálft prósent að meðaltali á tímabilinu sem gæti ekki talist viðunandi. Öðru máli gegndi um síldina. Afurðaverð síldar miðað við hráefniskíló hefði þrefaldast á tíu árum, farið úr 47 krónum á kíló í 133 krónur.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.