

Kristina, skip Samherja sem veiðir við strendur Afríku en hefur verið kölluð heim í makríl og síld síðustu tvö sumur.
Í nýútkomu sjávarútvegssýningarblaði Fiskifrétta er viðamikil úttekt á umsvifum Samherja heima og erlendis. Þar kemur m.a. fram að 70-80% af starfsemi fyrirtækisins eru utan Íslands.
Samherji hefur haslað sér völl víða í Evrópu og einnig við Afríkustrendur, en 30-40% af tekjum félagsins koma úr veiðum við Vestur-Afríku.
Velta Samherja á síðasta ári nam 420 milljónum evra eða jafngildi tæplega 70 milljarða íslenskra króna. Veltuaukning milli ára nam 30%, ekki síst vegna kaupa á útgerðum og fiskvinnslu í Frakklandi, Spáni og í Kanada.
Nánari umfjöllun er í sjávarútvegssýningarblaði Fiskifrétta.