
Aldrei hefur verið fangað meira til áframeldis á þorski en á nýafstöðnu fiskveiðiári eða 738 tonn. Sjávarútvegsráðherra hefur heimild til að ráðstafa 500 kvótatonnum af þorski til áframeldis árlega, en magnið umfram 500 tonn má útskýra með ónýttum heimildum sem fluttar voru á milli ára sem og úthlutunum úr svo kölluðum "innköllunarpotti", að því er fram kemur á vef Fiskistofu.
Sjö eldisfyrirtæki nýttu sér föngunarheimildir sínar að einhverju eða öllu leyti.
Sjá frétt Fiskistofu í heild HÉR.