sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

75 þúsund tonn af kolmunna veidd í apríl

21. maí 2008 kl. 17:39

Íslensk skip héldu áfram veiðum á kolmunna í apríl og var hann veiddur í færeyskri lögsögu og á alþjóðlegu hafsvæði. Alls nam aprílaflinn tæplega 75 þúsund tonnum samanborið við 69 þúsund tonn í sama mánuði í fyrra, að því er fram kemur á vef Fiskistofu. 

Fyrstu fjóra mánuði ársins var kolmunnaaflinn 110 þúsund tonn samanborið við 101 þúsund tonn frá áramótum til aprílloka í fyrra.

Ef hins vegar er miðað við stöðuna 21. maí var þá búið að veiða 157 þúsund tonn á árinu eða 68% íslenska kvótans sem er 232 þúsund tonn í ár.

Töflur sem sýna skiptingu afla íslenskra skipa í úthafstegundum eftir veiðisvæðum fyrstu fjóra mánuði ársins má finna HÉR.