mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

80% aukning á þremur árum

30. janúar 2014 kl. 15:03

Þorskhnakki

Útflutningur á ferskum flökum og bitum úr þorski er vaxtarbroddurinn í þorsksölu frá Íslandi.

Fersk flök og bitar eru þær þorskafurðir sem mest söluaukning hefur orðið í undanfarin þrjú ár. Aukningin nemur 80%. Tölur fyrir allt árið 2013 liggja ekki fyrir ennþá en fyrstu ellefu mánuði þess  voru flutt út 21.000 tonn af ferskum unnum þorskafurðum samanborið við 11.000 tonn á sama tíma árið 2011. 

Þessar vörur voru 25% af öllum útfluttum þorskafurðum að magni til á síðasta ári og slaga hátt í landfrystar þorskafurðir en hlutur þeirra var 25%. 

Þetta kom fram í erindi Guðmundar Jónassonar deildarstjóra ferskfiskdeildar Iceland Seafood á markaðsdegi fyrirtækisins fyrir skemmstu. Gríðarleg aukning hefur orðið í sölu þessara afurða til Frakklands sem nú er langstærsti kaupandinn og lætur nærri að allt að helmingur vörunnar fari þangað. 

Nánar er fjallað um málið í nýjustu Fiskifréttum.