fimmtudagur, 20. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

85% sýningarrýmisins þegar bókað

13. desember 2013 kl. 10:01

Frá Íslensku sjávarútvegssýningunni 2011.

Íslenska sjávarútvegssýningin 2014 stefnir í að verða sú stærsta til þessa.

Langt er komið að bóka tiltækt sýningarrými á Íslensku sjávarútvegssýningunni 2014 sem haldin verður í Smáranum í Kópavogi dagana 25.-27. september á næsta ári. Nú þegar hafa 85% rýmisins verið pöntuð og innan við 30 sýningarbásum er óráðstafað. 

„Þetta er í ellefta skipti sem Íslenska sjávarútvegssýningin er haldin. Síðasta sýning reyndist mörgum sýnendum svo gagnleg að mér kæmi ekki á óvart þótt sú næsta yrði sú stærsta í sögu sýningarinnar,“ sagði Marianne Rasmussen-Coulling framkvæmdastjóri hennar. 

Þegar hefur verið staðfest að svokallaðir þjóðarbásar verði settir upp í nafni Danmerkur, Færeyja, Noregs og Bretlands. Næstum allir íslensku sýnendurnir, sem þátt tóku í síðustu sýningu, hafa endurbókað sýningarbása sína. Þá má nefna að fyrirtæki í Grindavík hafa tekið sig saman um einn sameiginlegan bás. Ýmis erlend fyrirtæki sem ekki hafa verið þátttakendur áður hafa nú pantað sýningarrými.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.