fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

99,1% loðnukvótans veiddust

30. mars 2012 kl. 10:18

Loðna (Mynd: Þorbjörn Víglundsson).

Tæp 5.500 tonn óveidd samkvæmt skrá Fiskistofu.

Samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu í dag veiddust 585.545 tonn af loðnu á nýafstaðinni loðnuvertíð.
Það er 99,1% af heildarkvótanum sem var 591.033 tonn.

Þetta þýðir að einungis  5.500 tonn veiddust ekki. Þessi tala getur jafnvel átt eftir að lækka enn ef öll kurl eru ekki komin til grafar.

Þessi niðurstaða verður að teljast harla góð í ljósi þess hve tíðarfarið var slæmt nánast alla vertíðina og ekki síst síðustu vikurnar þegar á reið að skila sem mestu í manneldisvinnslu.