sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aðalsteinn landar frystum makríl til manneldis

22. júní 2009 kl. 16:19

Uppsjávarfrystiskip Eskju hf., Aðalsteinn Jónsson SU, landaði á þjóðhátíðardaginn fullfermi af frystum afurðum og afskurði í fiskimjölsverksmiðjuna. Skipið hefur verið á síld- og makrílveiðum um 120 mílur austur af landinu.

Á vef Eskju segir að allt kapp hafi verið lagt á að vinna eins mikið af makrílnum og mögulegt er til manneldis um borð í Aðalsteini.

Félagið fjárfesti í búnaði fyrir þetta ár til að getað hausskorið og slógdregið makríl fyrir markað í Austur-Evrópu.

Vel gekk að vinna makrílinn og náði Aðalsteinn að frysta um 215 tonn af hausskornum og slógdregnum makríl í túrnum. Skipið landaði einnig 296 tonnum af frystum síldarflökum til manneldis.