sunnudagur, 12. júlí 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aðild Íslands tryggð

18. maí 2018 kl. 14:35

Ákvæði um vísindasamstarf, vöktun fiskistofna og lífríkis í Norður-Íshafi er að finna í samkomulaginu. Aðsend mynd

Tíu ríki standa að tímamótasamkomulagi um Norður - íshafinu

Tímamótasamkomulag ríkja um stjórnun fiskveiða í Norður-Íshafi utan lögsögu ríkja náðist í lok árs 2017. Viðræður höfðu staðið yfir í sex lotum frá því í desember 2015. Að samkomulaginu standa 10 aðilar, eða Bandaríkin, Danmörk f.h. Færeyja og Grænlands, Ísland, Japan, Kanada, Kína, Noregur, Rússland, Suður-Kórea, ásamt Evrópusambandinu (ESB). Gert ráð fyrir formlegri undirritun bindandi samnings nú um mitt ár 2018.

Þetta kemur fram í skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis sem birt var nýlega.

Með aðild Íslands að samningnum verður í framtíðinni tryggð aðkoma Íslands að ákvarðanatöku og rannsóknasamstarfi á þessu mikilvæga hafsvæði. Samningurinn um stjórnun fiskveiða í Norður-Íshafi nær til úthafsins og felur í sér að aðilar hans munu skuldbinda sig til að heimila ekki veiðar á samningssvæðinu fyrr en vísindarannsóknir hafa lagt grunn að sjálfbærum fiskveiðum. Einnig eru ákvæði um vísindasamstarf, vöktun fiskistofna og lífríkis í Norður-Íshafi og ákvarðanatöku um að koma á fót svæðisbundinni fiskveiðistjórnunarstofnun þegar slíkt er tímabært.

Stjórnlausar veiðar fyrirbyggðar

Ekki er fyrirsjáanlegt að mögulegt verði að stunda fiskveiðar á samningssvæðinu á allra næstu árum en á grundvelli varúðarnálgunar er stofnað til þessa samnings nú til að fyrirbyggja stjórnlausar veiðar á þessu viðkvæma hafsvæði á komandi árum þar sem hraðar breytingar eiga sér nú stað vegna hlýnunar og bráðnunar íss.

Að þessu leyti er um að ræða tímamótasamning. Með aðild Íslands að samningnum verður í framtíðinni tryggð aðkoma Íslands að ákvarðanatöku og rannsóknasamstarfi á þessu mikilvæga hafsvæði.