mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ætla að stunda veiðar við Austur-Grænland

16. janúar 2014 kl. 10:00

Venus HF (Mynd af vef HB Granda).

Frystitogarinn Venus heitir nú Juni GR og stefnt er að veiðum á gulllaxi, makríl og síld við Austur-Grænland

Frystitogarinn Venus HF hefur verið skráður í Grænlandi og nefnist nú Juni GR7 519. Togarinn fer væntanlega til Grænlands um næstu mánaðamót en beðið er eftir úthlutun aflaheimilda, að því er Benedikt Sverrisson, skipstjóri og forsvarsmaður útgerðar skipsins, sagði í samtali við Fiskifréttir. 

Eins og fram hefur komið í fréttum seldi HB Grandi hf. Venus HF í desember síðastliðnum. Kaupandinn er grænlenska félagið Northern Seafood ApS.   

Sótt hefur verið um aflaheimildir fyrir Juni í gulllaxi, makríl og norsk-íslenskri síld en einnig í karfa og þorski. Skipið mun stunda veiðar við Austur-Grænland og verður aflinn frystur um borð.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.